Warren Buffett, fjárfestir og fimmti ríkasti maður heims, hefur tilkynnt um að hann ætli sér að stíga til hliðar sem forstjóri Berkshire Hathaway.
„Sá tími er kominn að Greg [Able] ætti að taka við sem forstjóri fyrirtækisins í lok árs,“ sagði Buffett á árlegum hluthafafundi í dag.
Verði tillaga hans um að skipa Able sem forstjóra samþykkt markar það tímamót hjá einu farsælasta fyrirtæki sem starfað hefur.
Buffet er 94 ára og er einn áhrifamesti athafnamaður í heiminum.
Hann hóf hluthafafundinn í dag með því að gagnrýna tollastefnu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og sagði hann að ekki ætti að nota viðskipti sem vopn.