Warren Buffet stígur til hliðar

Warren Buffett.
Warren Buffett. AFP/Johannes Eisele

War­ren Buf­fett, fjár­fest­ir og fimmti rík­asti maður heims, hef­ur til­kynnt um að hann ætli sér að stíga til hliðar sem for­stjóri Berks­hire Hat­haway.

„Sá tími er kom­inn að Greg [Able] ætti að taka við sem for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í lok árs,“ sagði Buf­fett á ár­leg­um hlut­hafa­fundi í dag.

Verði til­laga hans um að skipa Able sem for­stjóra samþykkt mark­ar það tíma­mót hjá einu far­sæl­asta fyr­ir­tæki sem starfað hef­ur.

Gagn­rýndi tolla­stefnu Trumps

Buf­fet er 94 ára og er einn áhrifa­mesti at­hafnamaður í heim­in­um. 

Hann hóf hlut­hafa­fund­inn í dag með því að gagn­rýna tolla­stefnu Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta og sagði hann að ekki ætti að nota viðskipti sem vopn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert