5 handteknir grunaðir um undirbúning hryðjuverka

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Breska lög­regl­an greindi frá því í dag að fimm karl­menn, þar á meðal fjór­ir Íran­ar, hefðu verið hand­tekn­ir grunaðir um und­ir­bún­ing hryðju­verka. 

Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir í Lund­ún­um, Sw­indon og Manchester í gær. 

Þeir eru á aldr­in­um 29 til 46 ára og eru grunaðir um und­ir­bún­ing hryðju­verka á ákveðnum stað. Lög­regl­an hef­ur ekki greint frá hvar sá staður var en menn­irn­ir eru enn í haldi. 

Enn á eft­ir að staðfesta þjóðerni eins mann­anna. 

„Hlut­irn­ir eru að ger­ast hratt í rann­sókn máls­ins og við vinn­um náið með þeim sem voru á staðnum þar sem árás­in átti að eiga sér stað til þess að halda þeim upp­lýst­um,“ sagði Dom­inic Murp­hy, yf­ir­maður hryðju­verka­varna hjá lög­regl­unni í Lund­ún­um. 

Hann sagði rann­sókn­ina vera á frum­stig­um. Verið væri að rann­saka mögu­leg­ar ástæður árás­ar­inn­ar og hvort yf­ir­vof­andi hætta sé enn til staðar. 

Þrír til viðbót­ar hand­tekn­ir

Þrír Íran­ar til viðbót­ar voru hand­tekn­ir í ann­arri aðgerð í Lund­ún­um. Þeir eru 39 ára, 44 ára og 55 ára. 

Þeir voru hand­tekn­ir á grund­velli þjóðarör­ygg­is­laga sem veita lög­reglu heim­ild til að koma í veg fyr­ir rík­is­ógn­ir, þar á meðal af­skipti er­lendra ríkja og njósn­ir. 

Yvette Cooper inn­an­rík­is­ráðherra þakkaði lög­reglu í yf­ir­lýs­ingu. 

„Þetta eru al­var­leg­ir at­b­urðir sem sýna fram á að við þurf­um sí­fellt að aðlaga viðbrögð okk­ar við þjóðarör­ygg­is­ógn­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert