Aflýsa ferðum eftir kyrrsetningu Boeing 787 véla

24 Boeing 787 eru í flota KLM.
24 Boeing 787 eru í flota KLM. AFP

Hol­lenska flug­fé­lagið KLM af­lýsti tveim­ur flug­ferðum í dag eft­ir að hafa kyrr­sett tvær Boeing 787 vél­ar vegna tækni­legra vanda­mála. 

Vél­arn­ar áttu að fljúga til Sj­ang­haí í Kína og Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um. Í gær var þrem­ur ferðum til Mexí­kó og Banda­ríkj­un­um af­lýst af sömu ástæðum. 

Flug­fé­lagið tók ákvörðun­ina um að kyrr­setja vél­arn­ar eft­ir að viðhald leiddi í ljós vanda­mál á eldsneyt­is­áfyll­ing­ar­búnað flug­vél­anna.

24 Boeing 787 eru í flota KLM og eru þær að mestu notaðar til langra flug­ferða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka