Hollenska flugfélagið KLM aflýsti tveimur flugferðum í dag eftir að hafa kyrrsett tvær Boeing 787 vélar vegna tæknilegra vandamála.
Vélarnar áttu að fljúga til Sjanghaí í Kína og Los Angeles í Bandaríkjunum. Í gær var þremur ferðum til Mexíkó og Bandaríkjunum aflýst af sömu ástæðum.
Flugfélagið tók ákvörðunina um að kyrrsetja vélarnar eftir að viðhald leiddi í ljós vandamál á eldsneytisáfyllingarbúnað flugvélanna.
24 Boeing 787 eru í flota KLM og eru þær að mestu notaðar til langra flugferða.