Braut gegn ungum ættingja sínum

Tæplega fimmtugur maður er ákærður fyrir að brjóta ítrekað kynferðislega …
Tæplega fimmtugur maður er ákærður fyrir að brjóta ítrekað kynferðislega gegn ættingja undir 15 ára aldri auk dreifingar á ólöglegu myndefni. AFP/Henrik Montgomery

Tæp­lega fimm­tug­ur karl­maður í Suður-Stokk­hólmi í Svíþjóð sæt­ir nú ákæru fyr­ir að hafa í þrett­án til­fell­um brotið kyn­ferðis­lega gegn barni und­ir fimmtán ára aldri sem teng­ist hon­um fjöl­skyldu­bönd­um auk þess sem maður­inn er ákærður fyr­ir stór­fellda dreif­ingu á mynd­efni er sýn­ir barn í kyn­ferðis­at­höfn­um.

Áttu flest brot­anna sér stað í sænsku höfuðborg­inni ára­bilið 2015 til 2022, en ákærði var hand­tek­inn í kjöl­far hús­leit­ar lög­reglu á heim­ili hans í Mön­sterås í ág­úst síðastliðnum og hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi síðan.

Efnið fannst á Dark­net

Eru ákæru­atriðin gegn mann­in­um 50 tals­ins og lýsa þau brot­um hans gegn barn­inu sem ákæru­valdið seg­ir hafa verið „kerf­is­bund­in“, en efnið sem hann dreifði, og sýndi brot hans, fannst á huliðsvefn­um Dark­net og tókst lög­reglu að rekja það til hans við rann­sókn máls­ins að sögn Lindu Car­neus sak­sókn­ara.

Kveður Car­neus aðgerðadeild lög­reglu vegna lands­ins alls, Nati­o­nella operati­va avdel­ing, hafa unnið grein­ing­ar­vinnu sem leiddi til þess að sak­sókn­ar­an­um þótti rök­studd­ur grun­ur um brot ákærða liggja fyr­ir og krafðist í fram­hald­inu hús­leit­ar.

Við leit­ina fann lög­regla meðal ann­ars rúm­lega 400 klukku­stund­ir af mynd­skeiðum er sýndu brot manns­ins svo ekki varð um villst, en einnig brot annarra aðila gegn öðrum börn­um. Seg­ir sak­sókn­ari ákærða hafa nýtt sér yf­ir­burðastöðu sína gagn­vart mjög ungu barni um ára­bil.

SVT

Sveriges Radio

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert