George Simion leiðir í Rúmeníu

George Simion forsetaframbjóðandi og Calin Georgescu, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, eftir að …
George Simion forsetaframbjóðandi og Calin Georgescu, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, eftir að þeir kusu í dag. AFP/Daniel Mihailescu

Rúm­en­ar gengu til for­seta­kosn­inga í dag en hinn hægris­innaði Geor­ge Sim­i­on, formaður AUR-flokks­ins, fær flest at­kvæði sam­kvæmt út­göngu­spám.

Óánægja al­menn­ings með fjár­hags­leg­an stuðning Rúm­en­íu við úkraínska flótta­menn hef­ur verið miðpunkt­ur í kosn­inga­bar­áttu Sim­i­ons, þótt hann neiti að vera Rúss­lands­sinnaður.

Sim­i­on fær um 30-33% at­kvæða en næst á eft­ir eru miðju­menn­irn­ir Nicusor Dan, borg­ar­stjóri Búkarest, og Crin Ant­onescu, sem er full­trúi rík­is­stjórn­ar Sósí­al­demó­krata og Kristi­legra demó­krata, með um 21-23% at­kvæða.

Þar sem ólík­legt verður að telj­ast að neinn fram­bjóðandi fái hrein­an meiri­hluta at­kvæða má bú­ast við ann­arri um­ferð kosn­ing­anna þann 18. maí. 

Forsetaframbjóðandinn Nicusor Dan eftir að fyrstu útgönguspár voru kynntar í …
For­setafram­bjóðand­inn Nicusor Dan eft­ir að fyrstu út­göngu­spár voru kynnt­ar í kvöld. AFP/​Mihai Barbu

Geor­gescu bannað að taka þátt

For­seta­kosn­ing­ar voru haldn­ar í land­inu 24. nóv­em­ber þegar Cal­in Geor­gescu fékk flest at­kvæði en niður­stöðurn­ar voru dæmd­ar ógild­ar vegna ásak­ana um kosn­inga­svik og af­skipti Rússa af kosn­ing­un­um.

Var Geor­gescu bannað að taka þátt aft­ur í kosn­ing­un­um og var hann jafn­framt ákærður fyr­ir að greina ekki rétt frá fjár­mögn­un á kosn­inga­her­ferð sinni. 

Crin Antonescu forsetaframbjóðandi.
Crin Ant­onescu for­setafram­bjóðandi. AFP/​Daniel Mihai­lescu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert