Lögregla í Perú hefur fundið lík þrettán námuverkamanna sem var rænt fyrir nokkrum dögum í norðurhluta Pataz-héraðs, að því er námufyrirtækið Poderosa greindi frá.
Mennirnir voru numdir á brott af öðrum ólöglegum námuverkamönnum sem unnið hafa með glæpasamtökum til að komast yfir verðmæti í jörðu á borð við gull.
Pataz-hérað er ríkt af eðalmálmum og glæpasamtök hafa ítrekað rænt námuverkamönnum, annaðhvort til þess að þvinga þá til vinnu eða til að svindla eigin verkamönnum að þannig að hægt sé að stela gulli til að selja á svörtum markaði.