Að minnsta kosti sjö látnir eftir árásina

Sjö eru sagðir látnir, þar af tvö börn.
Sjö eru sagðir látnir, þar af tvö börn. AFP/Murtaz Ali

Talið er að minnsta kosti sjö manns hafi látið lífið í flug­skeyta­árás Ind­lands á Pak­ist­an í kvöld, þar af tvö börn. 

Þetta seg­ir Ah­med Sharif, talsmaður pak­ist­anska hers­ins, í sam­tali við breska rík­is­út­varpið en hann seg­ir að flug­skeyt­in hafi komið víða niður, meðal ann­ars á mosku. 

Sharif seg­ir að pak­ist­anski her­inn hafi skotið niður tvær orr­ustuþotur ind­verska hers­ins og dróna. Hann seg­ir að Pak­ist­an­ar hafi rétt á því að verja sig og að það séu þeir að gera. 

Ind­land hóf flug­skeyta­árás­ir á Pak­ist­an í kvöld í kjöl­far ban­vænn­ar hryðju­verka­árás­ar á ferðamenn á yf­ir­ráðasvæði Ind­lands í Kasmír-héraði í síðasta mánuði. Sam­band ríkj­anna hef­ur versnað tölu­vert í kjöl­farið og ótt­ast hef­ur verið að til hernaðarátaka gæti komið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert