Fékk 4 mánaða dóm fyrir að drepa birnu

Birnan var af bjarnartegund sem telst í útrýmingarhættu.
Birnan var af bjarnartegund sem telst í útrýmingarhættu. AFP

Dóm­stóll í Frakklandi hef­ur dæmt 81 árs karl­mann í fjög­urra mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir að drepa birnu sem réðst á hann í Pýrenea­fjöll­un­um árið 2021. Birn­an var af bjarn­dýra­teg­und sem er út­rým­ing­ar­hættu. 

Maður­inn, sem særðist á fæti við árás­ina, var einnig svipt­ur skot­vopna­leyfi, ásamt 15 öðrum sem tóku þátt í að veiða birn­una. Þá var hver og einn sektaður um nokk­ur hundruð evr­ur. Sam­tals þarf hóp­ur­inn að greiða um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­un­um sem kærðu drápið um 60 þúsund evr­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert