Dómstóll í Frakklandi hefur dæmt 81 árs karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að drepa birnu sem réðst á hann í Pýreneafjöllunum árið 2021. Birnan var af bjarndýrategund sem er útrýmingarhættu.
Maðurinn, sem særðist á fæti við árásina, var einnig sviptur skotvopnaleyfi, ásamt 15 öðrum sem tóku þátt í að veiða birnuna. Þá var hver og einn sektaður um nokkur hundruð evrur. Samtals þarf hópurinn að greiða umhverfisverndarsamtökunum sem kærðu drápið um 60 þúsund evrur.