Bandaríkjamenn og Hútar í Jemen hafa náð samkomulagi um vopnahlé.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu utanríkisráðherra Óman í dag en soldánsveldið hefur haft milligöngu um samninga.
Samningurinn er sagður munu tryggja frjálsar siglingar á Rauðahafinu þar sem uppreisnarmenn úr röðum Húta, studdir af Íran, hafa ráðist á sjófarendur.
„Samtöl undanfarið og samskipti með það að markmiði að draga úr stigmögnun, hefur leitt til samnings um vopnahlé,“ sagði Badr Albusaidi, utanríkisráðherra í yfirlýsingunni.
Sagði hann stríðandi fylkingar muni ekki ráðast á hvor aðra. Frjálsar siglingar verði tryggðar og hnökralaust flæði á Rauðahafinu.