Samkomulag um vopnahlé

Hútar hafa stundað linnulausar árásir á almenna skipaflutninga í Rauðahafinu …
Hútar hafa stundað linnulausar árásir á almenna skipaflutninga í Rauðahafinu frá innrás Hamas í Ísrael 7. október 2023. AFP/Muhammed Huwais

Banda­ríkja­menn og Hút­ar í Jemen hafa náð sam­komu­lagi um vopna­hlé.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu ut­an­rík­is­ráðherra Óman í dag en soldánsveldið hef­ur haft milli­göngu um samn­inga.

Samn­ing­ur­inn er sagður munu tryggja frjáls­ar sigl­ing­ar á Rauðahaf­inu þar sem upp­reisn­ar­menn úr röðum Húta, studd­ir af Íran, hafa ráðist á sjófar­end­ur.

„Sam­töl und­an­farið og sam­skipti með það að mark­miði að draga úr stig­mögn­un, hef­ur leitt til samn­ings um vopna­hlé,“ sagði Badr Al­busaidi, ut­an­rík­is­ráðherra í yf­ir­lýs­ing­unni.

Sagði hann stríðandi fylk­ing­ar muni ekki ráðast á hvor aðra. Frjáls­ar sigl­ing­ar verði tryggðar og hnökra­laust flæði á Rauðahaf­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert