Skaut fjölda skota að húsi

Skotið var að íbúðarhúsi á Jeløya í Moss í nótt …
Skotið var að íbúðarhúsi á Jeløya í Moss í nótt og er grunaður maður í haldi lögreglu. Ljósmynd/Wikipedia.org/Chris Nyborg

Maður á þrítugs­aldri sit­ur í haldi lög­reglu í Moss í norska fylk­inu Østfold suður af Ósló, grunaður um að hafa átt aðild að því þegar fjölda skota var í nótt skotið að íbúð í fjöl­býli á Jeløya sem þar er.

Að sögn And­ers Bækk­emoen ákæru­valds­full­trúa lög­reglu brotnaði gluggi í íbúðinni í árás­inni, en ekki hlaut nokk­ur mann­eskja lík­ams­tjón af. Kveður Bækk­emoen mann­inn grunaða hafa verið hand­tek­inn skömmu eft­ir at­b­urðinn og hann þá verið stadd­ur skammt frá vett­vangi. Hafi hand­tak­an farið fram með ró og spekt.

Lög­regla vill ekki tjá sig við norska rík­is­út­varpið NRK um fjölda skota er skotið var að íbúðinni, en læt­ur þess getið að eft­ir yf­ir­heyrslu sé enn allt á huldu um hverj­ar ástæður grunaði hafði fyr­ir verki sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert