Um 30 handteknir á mótmælum til stuðnings Palestínu

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP/Jason Redmond

Um þrjá­tíu nem­end­ur voru hand­tekn­ir í mót­mæl­um til stuðnings Palestínu í Há­skóla Washingt­on í Banda­ríkj­un­um í gær­kvöldi.

Nem­end­urn­ir kölluðu eft­ir því að há­skól­inn myndi slíta öll tengsl við Boeing í ljósi samn­inga flug­fé­lags­ins um  flutn­ing vopna til Ísra­els.

Nem­end­urn­ir mót­mæltu í húsa­kynn­um verk­fræðideild­ar­inn­ar en hún hafði ný­lega þegið 10 millj­óna dala styrk frá Boeing.

Hand­tóku alla í bygg­ing­unni

„Fjöldi nem­enda tók tíma­bundið yfir verk­fræðibygg­ing­una og sköpuðu hættu­legt um­hverfi inni í og í kring­um bygg­ing­una,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu há­skól­ans í gær­kvöldi.

„Ein­stak­ling­arn­ir sem huldu að mestu and­lit sín hindruðu aðgang um tvær göt­ur fyr­ir utan bygg­ing­una, lokuðu fyr­ir inn- og út­göngu­leiðir og kveiktu í tveim­ur ruslagám­um á göt­unni fyr­ir utan.“

Um klukk­an ell­efu um kvöldið hafði lög­regl­an komið öll­um mót­mæl­end­um út úr bygg­ing­unni. Um 30 voru hand­tekn­ir í aðgerðunum.

Talsmaður mót­mæl­end­anna sagði alla þá sem höfðu farið inn í bygg­ing­una hafa verið hand­tekna. Þá sagði hann að Boeing hefði, í skipt­um fyr­ir styrk­inn, fengið aðgang að skóla­lóðinni, rann­sókn­araðstöðu skól­ans og vinnu nem­enda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert