Disney opnar skemmtigarð í Abú Dabí

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP/Romeo Boetzle

Walt Disney hyggst opna nýj­an skemmtig­arð í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um, þann fyrsta sem sam­steyp­an opn­ar í Mið-Aust­ur­lönd­un­um. 

Fimmtán ár eru liðin frá því að Disney til­kynnti síðast um opn­un nýs skemmtig­arðs, en þeir verða sjö tals­ins með þeim nýj­asta.

Garður­inn verður staðsett­ur á Jas-eyju í Abú Dabí. Heima­menn munu einnig koma að upp­bygg­ing­unni í gegn­um fyr­ir­tækið Miral, að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu Disney.

Von­ir standa til þess að garður­inn muni laða að ferðamenn frá Mið-Aust­ur­lönd­un­um, Afr­íku, Asíu, Evr­ópu og víðar, að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert