Walt Disney hyggst opna nýjan skemmtigarð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þann fyrsta sem samsteypan opnar í Mið-Austurlöndunum.
Fimmtán ár eru liðin frá því að Disney tilkynnti síðast um opnun nýs skemmtigarðs, en þeir verða sjö talsins með þeim nýjasta.
Garðurinn verður staðsettur á Jas-eyju í Abú Dabí. Heimamenn munu einnig koma að uppbyggingunni í gegnum fyrirtækið Miral, að því er fram kemur í yfirlýsingu Disney.
Vonir standa til þess að garðurinn muni laða að ferðamenn frá Mið-Austurlöndunum, Afríku, Asíu, Evrópu og víðar, að því er fram kemur í yfirlýsingunni.