Einn handtekinn vegna gruns um hnífaárás

Lögreglan í Tókýó fékk tilkynningu um mann vopnaðan hnífi á …
Lögreglan í Tókýó fékk tilkynningu um mann vopnaðan hnífi á Todai-mae lestarstöðinni í miðborginni klukkan 19 að staðartíma, eða klukkan 10 í morgun að íslenskum tíma. AFP

Karl­maður var hand­tek­inn í borg­inni Tókýó í Jap­an, grunaður um hnífa­árás sem særði nokkra borg­ara.

Árás­in á að hafa átt sér stað við neðanj­arðarlest­ar­kerfi borg­ar­inn­ar, en lög­reglu­yf­ir­völd fengu til­kynn­ingu um mann vopnaðan hnífi á Todai-mae lest­ar­stöðinni í miðborg Tókýó klukk­an 19 að staðar­tíma, eða klukk­an 10 í morg­un að ís­lensk­um tíma.

Að sögn jap­anskra miðla var Nam­boku-lína neðanj­arðarlest­ar­inn­ar stöðvuð í kjöl­far árás­ar­inn­ar.

Ekki ligg­ur fyr­ir hversu al­var­leg meiðsl hinna særðu eru að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert