Karlmaður var handtekinn í borginni Tókýó í Japan, grunaður um hnífaárás sem særði nokkra borgara.
Árásin á að hafa átt sér stað við neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar, en lögregluyfirvöld fengu tilkynningu um mann vopnaðan hnífi á Todai-mae lestarstöðinni í miðborg Tókýó klukkan 19 að staðartíma, eða klukkan 10 í morgun að íslenskum tíma.
Að sögn japanskra miðla var Namboku-lína neðanjarðarlestarinnar stöðvuð í kjölfar árásarinnar.
Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl hinna særðu eru að svo stöddu.