„Einstaklega lýsandi fyrir metnað félagsins“

Kvennalið Wolves hafnaði í öðru sæti í C-deildinni.
Kvennalið Wolves hafnaði í öðru sæti í C-deildinni. AFP/Darren Staples

Leik­menn og starfs­fólk kvennaliðs Wol­ves í ensku C-deild­inni íhug­ar nú margt að yf­ir­gefa fé­lagið vegna metnaðarleys­is stjórn­enda gagn­vart kvenn­a­starf­inu.

Mik­ill kostnaður fylg­ir því að breyta liðinu í at­vinnu­mannalið, og er það held­ur ekki mark­mið eig­end­anna sem segja bestu leik­menn­ina ein­fald­lega verða að leita annað vilji þeir kom­ast í at­vinnu­mennsku.

Viðhorfið heill­ar ekki leik­menn­ina sem segja vanda­málið hafa krist­all­ast í síðustu viku, á síðasta degi tíma­bils­ins. Þann sama dag átti eft­ir að koma í ljós hver færi með sig­ur af hólmi í deild­inni og kæm­ist upp í B-deild­ina.

Sex mörk dugðu ekki

Wol­ves og Li­verpool Feds mætt­ust í loka­leikn­um þar sem Úlfynj­urn­ar skoruðu sex mörk gegn engu. Glæsi­leg frammistaða Úlfynj­anna dugði þó ekki til en aðeins munaði þrem­ur stig­um á þeim og Nott­ing­ham For­est sem tryggði sér titil­inn með 58 stig­um.

Niðurstaðan voru gíf­ur­leg von­brigði fyr­ir leik­menn Wol­ves sem höfðu unnið fjóra síðustu leik­ina sína og héldu því enn í von­ina um að tryggja sér sæti í ensku B-deild­inni þegar gengið var út á völl­inn þarsíðasta sunnu­dag.

Það eina sem virt­ist hafa staðið á milli þeirra og far­seðils­ins í B-deild­ina var and­stæðing­ur­inn Nott­ing­ham For­est sem hefði bara þurft að mis­stíga sig á loka­sprett­in­um svo Úlfynj­urn­ar gætu tekið for­yst­una.

Von­brigði leik­mann­anna áttu þó eft­ir að stig­magn­ast og breyt­ast í reiði meðal sumra þegar í ljós kom að Úlfynj­urn­ar áttu aldrei mögu­leika á að kom­ast upp um deild - gilti þá einu hvort Nott­ing­ham for­est hefði tapað síðustu fimm leikj­um sín­um eður ei.

Knatt­spyrnu­fé­lagið Wol­ves hafði aldrei sótt um sæti fyr­ir kvennalið sitt í B-deild­inni, líkt og krafa er gerð um vilji fé­lög eiga mögu­leika á að fara upp um deild.

Snýst um hrein­skilni

„Ímyndið ykk­ur að um sæti í næstu deild allt tíma­bilið var að ræða aðeins til að kom­ast að því að um­sókn í B-deild­ina var aldrei skilað inn. Sem lið erum við al­gjör­lega miður okk­ar að klára tíma­bilið með þess­um hætti og við trú­um því að þetta sé ein­stak­lega lýs­andi fyr­ir metnað fé­lags­ins fyr­ir kvenn­a­starf­inu,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu miðju­manns Wol­ves Beth Merrick á sam­fé­lags­miðlum, sem vakti at­hygli fjöl­miðla á mál­inu.

Hún sagði leik­menn­ina, starfs­fólkið og aðdá­end­ur fé­lags­ins eiga meira skilið. „Starfs­fólkið hef­ur lagt fjölda klukku­stunda af vinnu og metnaði í þetta aðeins til þess að fé­lagið sleppi því að leggja inn um­sókn,“ sagði Merrick.

„Þetta snýst ekki um pen­ing­ana, þetta snýst um hrein­skilni og gagn­sæi,“ hélt hún áfram.

Varn­ar­maður­inn Lily Sim­kin tók und­ir orð liðsfé­laga síns og sagði leik­menn­ina hafa upp­lifað mik­il von­brigði. „Liðið, bæði starfs­fólk og leik­menn, hef­ur bar­ist allt tíma­bilið og náð ár­angri sem eng­inn taldi að væri mögu­leg­ur,“ sagði Sim­kin.

„Við börðumst fram á síðasta dag aðeins til að kom­ast að því að öll bar­átt­an hafði aldrei skipt máli. Við eig­um betra skilið.“

Van­v­irðing að upp­lýsa leik­menn­ina svona seint

Heim­ild­ir BBC inn­an úr fé­lag­inu herma að leik­menn og starfs­fólk hafi verið kallað á fund eft­ir loka­leik­inn með Jennu Burke-Mart­in, yf­ir­manni kvennaknatt­spyrnu hjá Wol­ves, og knatt­spyrn­u­stjór­an­um Dan McNa­m­ara, þar sem liðið var upp­lýst um að fé­lagið hefði aldrei sótt um þátt­töku í B-deild­inni fyr­ir kvennaliðið.

Að því er fram kem­ur í um­fjöll­un breska rík­is­miðils­ins voru leik­menn­irn­ir í miklu upp­námi þegar þeir fengu frétt­irn­ar um að „leik­irn­ir hefðu ekki skipt máli“ og að fé­lagið hefði aldrei verið „með metnað til þess að leggja inn um­sókn“ til að spila í næstu deild fyr­ir ofan.

Leik­menn­irn­ir eru sagðir hafa sagst vera bún­ir að sýna fram á að þeir væru fær­ir um að leika vel þrátt fyr­ir að fé­lagið legði kvennaliðinu lítið fé til. Þá hefðu þeir upp­lifað mikla van­v­irðingu með að fá ekki upp­lýs­ing­ar um metnaðarleysi fé­lags­ins þar til tíma­bil­inu lauk.

Íhuga framtíð sína hjá fé­lag­inu

Til að kom­ast upp um deild þurftu fé­lög í C-deild­inni að láta áhuga sinn í ljós í des­em­ber áður en form­leg lokaum­sókn var lögð inn í fe­brú­ar. Jeff Shi, stjórn­ar­formaður Wol­ves, er sagður hafa neitað að skrifa und­ir um­sókn­ina.

Þá er hann sagður hafa upp­lýst stjórn kvennaliðsins um ákvörðun­ina. Stjórn­in ákvað í kjöl­farið að leik­menn skyldu ekki upp­lýst­ir fyrr en und­ir lok tíma­bils­ins.

Fé­lagið Wol­ves var stofnað fyr­ir fimm­tíu árum. Kostnaður vegna kvennaliðsins nam 300 þúsund pund­um á síðasta tíma­bili, eða 52 millj­ón­um króna. Þó upp­hæðin sé há þá er hún aðeins um 0,2% af launa­kostnaði fé­lags­ins, og enn smærra hlut­fall af því sem það kostaði að reka allt fé­lagið.

Meiri­hluti at­vinnuliða kvenna skil­ar tapi í Englandi, líkt og karlaliðin, en ef litið er á síðasta tíma­bil skiluðu fé­lög­in í B-deild­inni að meðaltali 709 þúsund punda tapi. 

Rík­ari kröf­ur í B-deild­inni

Þau viðmið sem eru sett fyr­ir B-deild­ina hvetja fé­lög til að fjár­festa meira í kvennaliðunum og taka skref í átt að at­vinnu­mennsku. Meðal ann­ars þurfa fé­lög að sýna fram á að liðin geti fengið minnst 600 áhorf­end­ur á hvern leik.

Þá er jafn­framt farið fram á að fé­lög séu búin að ráða, á fyrsta mánuði næsta tíma­bils, knatt­spyrn­u­stjóra yfir kvennaliðinu, markaðsstjóra, yfirþjálf­ara, aðstoðarþjálf­ara, sjúkraþjálf­ara, lækni, styrkt­arþjálf­ara, mark­mannsþjálf­ara og nokkra í viðbót til að gæta að ör­yggi og vel­ferð leik­manna, ásamt ör­ygg­is­stjóra fyr­ir leik­daga.

Þó fé­lög séu ekki skyldug til að verja fastri upp­hæð í kvennaliðin fær­ist þau upp um deild ligg­ur fyr­ir að kostnaður myndi aukast með rík­ari kröf­um um starfs­manna­hald.

At­hletic seg­ir einn heim­ild­ar­mann sinn hafa áætlað að Wol­ves þyrfti að verja um millj­ón pund­um til einni og hálfri millj­ón ár­lega í kvennaliðið hefðu leik­menn­irn­ir kom­ist upp í B-deild­ina.

Eig­andi liðsins, kín­verska sam­steyp­an Fos­un, hef­ur áður lýst þeirri skoðun að það sé ekki stefna Wol­ves að kvennaliðið þró­ist í at­vinnu­mannalið held­ur sé liðinu aðeins ætlað að taka þátt án nokk­urra frek­ari mark­miða.

Þeir leik­menn sem hafi hæfi­leika til að spila í at­vinnu­mennsku, geti gert það fyr­ir annað lið. Þá hafn­ar Fos­un jafn­framt þeirri hug­mynda­fræði að leggja þurfi inn um­sókn fyr­ir fram til að kom­ast upp um deild.

Fram­far­ir og bak­slag

Eins og staðan er núna er eng­inn leikmaður kvennaliðs Wol­ves á full­um samn­ingi hjá fé­lag­inu.

Boða þótti gott þegar fé­lagið réði knatt­spyrn­u­stjór­ann McNa­m­ara, sjúkraþjálf­ar­ann Christos Chri­stofi­des og styrkt­arþjálf­ar­ann Nath­an Max­field í fullt starf fyr­ir kvennaliðið síðasta sum­ar.

Einnig voru gerðir samn­ing­ar við þrjá leik­menn liðsins, en ekki á þeim grund­velli að um fulla vinnu væri að ræða.

Um sum­arið varð þó einnig bak­slag þegar fé­lagið ákvað að hætta að halda úti U21-kvennaliðinu. Þá eru orðróm­ar um að sum­ir leik­menn fái eng­in laun greidd held­ur borgi fé­lagið aðeins fyr­ir út­gjöld­in þeirra.

Starfs­menn eru sagðir hugsi yfir framtíð sinni hjá Wol­ves í ljósi efa­semda um metnað fé­lags­ins fyr­ir kvenna­bolt­an­um. Jenna Burke-Mart­in hef­ur þegar af­hent fé­lag­inu upp­sagn­ar­bréfið sitt en At­hletic grein­ir frá því að hún sé kom­in með nýtt starf án þess þó að til­greina hvað það sé.

Efni­leg­ustu leik­menn fé­lags­ins eru einnig sagðir íhuga framtíð sína hjá Wol­ves.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert