Kardínálaþingið formlega hafið

Frá Péturstorgi í Vatíkaninu. Kosning um nýjan páfa er nú …
Frá Péturstorgi í Vatíkaninu. Kosning um nýjan páfa er nú hafin í Sixtínsku kapellunni. AFP

Dyr Sixtínsku kap­ell­unn­ar hafa lokast og er kardí­nálaþingið hafið í Vatíkan­inu þar sem 133 kardí­nál­ar munu kjósa arf­taka Frans páfa.

At­hafna­stjóri Vatík­ans­ins, Diego Ravelli, lokaði dyr­um kap­ell­unn­ar klukk­an 15.45 að ís­lensk­um tíma eft­ir að hafa kallað á lat­nesku „Extra Omes“.

Er það skip­un til allra þeirra sem ekki taka þátt í kosn­ing­unni að yf­ir­gefa kap­ell­una.

Síðustu tveir páf­ar kjörn­ir inn­an tveggja daga

Það er langt frá því að vera aug­ljóst hver næsti páfi verður en inn­an hóps­ins eru bæði kardí­nál­ar sem vilja halda arf­leið Frans um opn­ari og fram­sækn­ari kirkju á lífi sem og kardí­nál­ar sem eru mun íhalds­sam­ari en páfinn fyrr­ver­andi.

Hvenær nýr páfi verður kynnt­ur er nokkuð óljóst en síðustu tveir páf­ar voru kjörn­ir inn­an tveggja daga frá því að kjör­fund­ur hófst. Það þykir býsna gott en árið 1268 tók páfa­kjörið 1.006 daga.

Fram­vinda kosn­ing­anna er gef­in til kynna með reyk frá strompi kap­ell­unn­ar, sem kem­ur upp tvisvar á dag þegar kjör­seðlar kardí­nál­anna eru brennd­ir. Svart­ur reyk­ur þýðir að eng­in niðurstaða hef­ur náðst, en hvít­ur reyk­ur merk­ir að nýr páfi hafi verið val­inn. Til að nýr páfi verði kjör­inn þarf hann að fá tvo þriðju at­kvæða.

Fjöldi fólks er samankominn á Péturstorgi í Vatíkaninu þar sem …
Fjöldi fólks er sam­an­kom­inn á Pét­urs­torgi í Vatíkan­inu þar sem kosn­ing um nýj­an páfa er haf­in. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert