Lokaðir inni eftir messuna

00:00
00:00

Kardí­nál­ar frá fimm heims­álf­um héldu loka­messu í Pét­urs­kirkj­unni í Vatíkan­inu í morg­un en seinna í dag munu þeir loka sig inni til að kjósa nýj­an páfa.

Bú­ist er við að 133 kardí­nál­ar taki þátt í páfa­kjör­inu og velji þar með eft­ir­mann Frans páfa sem lést í síðasta mánuði eft­ir 12 ára páfa­dóm.

Til þess að vera kjörgeng­ir þurfa páfarn­ir að vera yngri en 80 ára en Frans páfi skipaði um 80% kardí­nál­anna sem koma til með að velja eft­ir­mann hans.

Frá síðustu messu karínálana áður en páfakjör hefst.
Frá síðustu messu karí­nál­ana áður en páfa­kjör hefst. AFP

Eng­inn aug­ljós sig­ur­veg­ari

Það er langt frá því að vera aug­ljóst hver næsti páfi verður en inn­an hóps­ins eru bæði kardí­nál­ar sem vilja halda arf­leið Frans um opn­ari og fram­sækn­ari kirkju á lífi sem og kardí­nál­ar sem eru mun íhalds­sam­ari en páfinn fyrr­ver­andi.

Páfa­stóll­inn er al­mennt álit­inn eitt valda­mesta embætti í heimi en nýr páfi kem­ur til með að vera trú­ar­leg­ur leiðtogi þeirra 1,3 millj­arða manna sem aðhyll­ast kaþólska trú í heim­in­um.

Áskor­an­irn­ar sem standa frammi fyr­ir vænt­an­leg­um páfa eru því mikl­ar nú á tím­um átaka og mik­ill­ar óvissu í heims­mál­un­um. Inn­an kirkj­unn­ar geisa sömu­leiðis innri átök og enn er verið að gera upp þann mikla fjölda kyn­ferðis­brota­mála inn­an kirkj­unn­ar sem upp hafa komið á síðustu árum.

133 karínálar eru mættir til Rómar og taka þátt í …
133 karí­nál­ar eru mætt­ir til Róm­ar og taka þátt í páfa­kjör­inu. AFP

Hef­ur tekið yfir þúsund daga

Messa kardí­nál­anna sem hófst í Pét­urs­kirkj­unni klukk­an átta í morg­un að ís­lensk­um tíma er síðasta op­in­bera at­höfn­in í kirkj­unni þar til nýr páfi verður kynnt­ur af svöl­um henn­ar.

Hvenær það verður ná­kvæm­lega er nokkuð óljóst en síðustu tveir páf­ar voru kjörn­ir inn­an tveggja daga frá því að kjör­fund­ur hófst. Það þykir býsna gott en árið 1268 tók páfa­kjörið 1.006 daga.

Klukk­an 16.30 munu kardí­nál­arn­ir safn­ast sam­an í Páls­kirkju þar sem bæn verður hald­in en þaðan halda þeir inn í Sixtínsku kap­ell­una þar sem páfa­kjörið á sér stað.

Beðið eft­ir hvít­um reyk

Í yf­ir­lýs­ingu frá Vatíkan­inu seg­ir að um „einn leynd­ar­dóms- og dul­ar­fyllsta at­b­urð í heimi“ sé að ræða en meðan á páfa­kjör­inu stend­ur mega kardí­nál­arn­ir ekki vera í neinu sam­bandi við um­heim­inn. Þá þurfa þeir að sverja þess eyð að ræða ekki leynd­ar­mál sam­kom­unn­ar utan henn­ar.

Eina leiðin fyr­ir um­heim­inn til að vita hvað er í gangi inn­an sam­kom­unn­ar er í gegn­um reyk­merki sem send eru eft­ir hverja um­ferð páfa­kjörs­ins.

Ef ekki hef­ur tek­ist að kjósa páfa kem­ur svart­ur reyk­ur út úr strompi Sixtínsku kap­ell­unn­ar en þegar páfi hef­ur verið kjör­inn mun hvít­ur reyk­ur rjúka upp úr hon­um.

Þegar hvítur reykur birtist hefur nýr páfi verið kjörinn.
Þegar hvít­ur reyk­ur birt­ist hef­ur nýr páfi verið kjör­inn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert