Málsóknin árás á prentfrelsi

Bernie Sanders er einn höfunda bréfsins.
Bernie Sanders er einn höfunda bréfsins. AFP

Hóp­ur banda­rískra öld­unga­deild­arþing­manna hvet­ur fjöl­miðlaveldið Paramount til að semja ekki í máli Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta gegn frétta­stofu í eigu fyr­ir­tæk­is­ins. Þing­menn­irn­ir segja að mál­sókn­in sé árás á tján­ing­ar­frelsi.

Í bréfi til eig­anda Paramount, Shari Red­stone, sögðu Bernie Sand­ers, fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðandi, og átta þing­menn Demó­krata­flokks­ins að mál­sókn for­set­ans gegn fyr­ir­tæk­inu væri „al­gjör­lega til­efn­is­laus“.

„Í Banda­ríkj­un­um fá for­set­ar ekki að refsa fjöl­miðlum eða rit­skoða þá fyr­ir að gagn­rýna sig,“ skrifuðu þeir og bættu við:

„Prent­frelsi er það sem aðgrein­ir okk­ur frá ein­ræðis­ríkj­um og alræðis­stjórn­um.“

Hlut­dræg og vill­andi klipp­ing

Trump held­ur því fram að klipp­ing á viðtali frétta­skýr­ing­arþátt­ar­ins 60 Minu­tes við Kamölu Harris, mót­fram­bjóðanda hans í for­seta­kosn­ing­un­um 2024, hafi verið hlut­dræg henni í vil og „vill­andi“.

Þátt­ur­inn er á dag­skrá sjón­varpstöðvar­inn­ar CBS sem er í eigu Paramount en Trump sak­ar stöðina um að hafa sýnt tvo mis­mun­andi búta úr sama svari sem þáver­andi vara­for­seti gaf um Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, til að hjálpa henni í kosn­inga­bar­áttu sinni.

Trump, sem fer fram á að minnsta kosti 20 millj­arða dala í skaðabæt­ur, höfðaði málið í októ­ber síðastliðnum og hélt því fram að viðtalið bryti gegn neyt­enda­lög­um í Texas.

Gagn­rýn­end­ur Trumps telja mál­sókn­ina vera hluta af víðtæk­ari árás á prent­frelsi í Banda­ríkj­un­um sem hef­ur meðal ann­ars fal­ist í því að meina sum­um blaðamönn­um aðgang að Hvíta hús­inu og höfða mál gegn öðrum fjöl­miðlum vegna um­fjöll­un­ar þeirra.

Lög­fræðing­ar hafa haldið því fram að ef mál­sókn­in end­ar fyr­ir rétti yrði laga­leg­ur sig­ur í hendi fyr­ir CBS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert