Níu féllu og tugir slösuðust í árás á skóla

Rjúkandi Gasasvæði í kjölfar árása Ísraelshers í dag.
Rjúkandi Gasasvæði í kjölfar árása Ísraelshers í dag. AFP/Jack Guez

Níu féllu í árás Ísra­els­hers á skóla á Gasa­svæðinu í kvöld. Skól­inn hef­ur verið nýtt­ur sem skjól fyr­ir fólk á flótta.

Þetta sagði fjöl­miðlafull­trúi al­manna­varna á Gasa­svæðinu í sam­tali við AFP-frétta­veit­una.

„Níu eru látn­ir og tug­ir slasaðir í loft­árás sem beind­ist að norður­hluta Abu Hu­meisa-skól­ans í Al-Bureij búðunum,“ sagði fjöl­miðlafull­trúi al­manna­varna, Ahmad Radw­an, við AFP.

Björg­un­ar­menn sögðu fyrri árás Ísra­ela á sama stað hafi kostað 22 lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert