Níu féllu í árás Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu í kvöld. Skólinn hefur verið nýttur sem skjól fyrir fólk á flótta.
Þetta sagði fjölmiðlafulltrúi almannavarna á Gasasvæðinu í samtali við AFP-fréttaveituna.
„Níu eru látnir og tugir slasaðir í loftárás sem beindist að norðurhluta Abu Humeisa-skólans í Al-Bureij búðunum,“ sagði fjölmiðlafulltrúi almannavarna, Ahmad Radwan, við AFP.
Björgunarmenn sögðu fyrri árás Ísraela á sama stað hafi kostað 22 lífið.