Orrustuþota hrapaði í Finnlandi

Hér sést F/A-18 Hornet-flugvél á vegum finnska hersins.
Hér sést F/A-18 Hornet-flugvél á vegum finnska hersins. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Finnsk orr­ustuþota af gerðinni F/​A-18 Hornet hrapaði í morg­un ná­lægt Rovaniemi-flug­vell­in­um í norður­hluta Finn­lands. Að sögn hers­ins komst flugmaður­inn lífs af eft­ir að hafa skotið sér út úr vél­inni.

Ekki er vitað hver or­sök slyss­ins, sem varð um klukk­an 11 að staðar­tíma, en í færslu finnska hers­ins á miðlin­um X seg­ir að flugmaður­inn sem slapp úr vél­inni í skot­stól hafi verið flutt­ur á heil­brigðis­stofn­un til frek­ari skoðunar.

Jafn­framt kom fram að eng­inn ann­ar hafi slasast í slys­inu.

Sá svart reykjar­ský

Sjón­ar­vott­ar sáu dökk­an reyk rísa frá slysstað og nokkra um­ferð viðbragðsaðila í ná­grenn­inu.

Þá sagði einn sjón­ar­vott­ur finnska miðlin­um YLE frá því hvernig hann sá þot­una fljúga óvenju lágt yfir íbúðahverfið Sy­vasen­va­ara áður en hún virt­ist stöðvast og nef vél­ar­inn­ar sner­ist upp.

„Flug­vél­in sneri mjög ákveðið upp og fór á hvolf, ef svo má að orði kom­ast. Svo liðu nokkr­ar sek­únd­ur og ég sá svart reykjar­ský. Ég sá ekki eld­inn, bara svart­an hræðileg­an reyk,“ lýsti sjón­ar­vott­ur­inn.

Ekki er gert ráð fyr­ir að slysið hafi áhrif á aðra flug­um­ferð á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert