Minnst sextán fórust í árás Ísraelshers á Gasaborg að sögn viðbragðsaðila.
Tugir til viðbótar eru særðir.
Mahmud Bassal, talsmaður almannavarna á Gasa, segir að sprengjur hafi fallið í Al-Rimal-hverfinu og að hinir særðu hafi verið fluttir á Al-Shifa-sjúkrahúsið.
Ísraelsher hefur ekki gefið út yfirlýsingu um árásina.