Svartur reykur kemur frá strompi Sixtínsku kapellunnar í Róm sem ber merki þess að nýr páfi hafi ekki verið kjörinn.
Kjör á nýjum páfa hófst síðdegis í dag en framvinda kosninganna er gefin til kynna tvisvar á dag með reyk frá strompi kapellunnar, þegar kjörseðlar kardínálanna eru brenndir. Svartur reykur bendir til þess að engin niðurstaða hafi náðst, en hvítur að nýr páfi hafi verið valinn.
Ekki var búist við að nýr páfi yrði kjörinn í dag en engin fordæmi eru fyrir því að nýr páfi sé kjörinn í fyrstu atkvæðagreiðslu.