Svartur reykur kemur frá Sixtínsku kapellunni

Reykurinn merkir að nýr páfi hafi ekki verið kjörinn.
Reykurinn merkir að nýr páfi hafi ekki verið kjörinn. AFP/Alberto Pizzoli

Svart­ur reyk­ur kem­ur frá strompi Sixtínsku kap­ell­unn­ar í Róm sem ber merki þess að nýr páfi hafi ekki verið kjör­inn.

Kjör á nýj­um páfa hófst síðdeg­is í dag en fram­vinda kosn­ing­anna er gef­in til kynna tvisvar á dag með reyk frá strompi kap­ell­unn­ar, þegar kjör­seðlar kardí­nál­anna eru brennd­ir. Svart­ur reyk­ur bend­ir til þess að eng­in niðurstaða hafi náðst, en hvít­ur að nýr páfi hafi verið val­inn.

Ekki var bú­ist við að nýr páfi yrði kjör­inn í dag en eng­in for­dæmi eru fyr­ir því að nýr páfi sé kjör­inn í fyrstu at­kvæðagreiðslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert