Þeir auðugustu bera mesta ábyrgð á hlýnun jarðar

Þeir allra auðugustu bera mesta ábyrgð á hlýnun jarðar.
Þeir allra auðugustu bera mesta ábyrgð á hlýnun jarðar. AFP/Ahmad al-Rubaye

Auðug­ustu 10 pró­sent jarðarbúa bera ábyrgð á stærst­um hluta hlýn­un­ar jarðar frá ár­inu 1990, að sögn vís­inda­manna. Auðug­asta pró­sentið á nú meira en sam­an­lagður auður 95 pró­sent mann­kyns. Ný rann­sókn varp­ar ljósi á þær af­leiðing­ar sem hinir allra auðug­ustu valda. 

Neyslu­hegðun þeirra rík­ustu í heim­in­um hef­ur aukið veru­lega hætt­una á lífs­hættu­leg­um hita­bylgj­um og þurrki, seg­ir í rann­sókn­inni. 

Rann­sókn­in kem­ur frá ETH-há­skól­ann í Zürich, en hann er tal­inn vera einn af fremstu há­skól­um heims þegar kem­ur að vís­ind­um og tækni. Sam­kvæmt rann­sókn­inni, lagði auðug­asta eitt pró­sent jarðarbúa 26 sinn­um meira til los­un­ar sem valda hita­bylgj­um og 17 sinn­um meira til los­un­ar sem stuðlar að þurrk­um í Amazon-regn­skóg­in­um, miðað við heimsmeðaltal. 

Þeir auðug­ustu eiga að bera ábyrgð 

„Við tengj­um kol­efn­is­spor auðug­ustu ein­stak­linga í heim­in­um beint við raun­veru­leg áhrif lofts­lags­breyt­inga,” sagði Sarah Schoeng­art, höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar og vís­indamaður við ETH-há­skól­ann í Zürich. „Nú þarf að krefjast þess að þeir auðug­ustu beri ábyrgð á raun­veru­leg­um lofts­lags­vanda.”

Sam­kvæmt höf­und­um rann­sókn­ar­inn­ar hef­ur brennsla jarðefna­eldsneyt­is og eyðing skóga hækkað meðalyf­ir­borðshita jarðar um 1,3 gráður á síðustu 30 árum.

Um 10 pró­sent auðug­ustu ein­stak­linga í Kína og Banda­ríkj­un­um standa sam­an­lagt fyr­ir nærri helm­ingi af los­un kol­efn­is í heim­in­um.

„Aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ing­um sem ekki bein­ast að ábyrgð þeirra auðug­ustu hafa því ekki eins mik­il áhrif á meðan hug­ar­far og los­un hinna auðugu helst óbreytt,“ sagði Carl-Friedrich Schleus­sner, meðhöf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar.

Schleus­sner bend­ir á að þeir allra auðug­ustu geti verið dregn­ir til ábyrgðar fyr­ir þann lofts­lagsskaða sem þeir valda með hærri skött­um á auð og kol­efn­is­frek­ar fjár­fest­ing­ar.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert