Tugir fallnir í árásum Indverja og Pakistana

Hér má sjá brak úr indverskri herþotu í Kasmír-héraði.
Hér má sjá brak úr indverskri herþotu í Kasmír-héraði. AFP

Stjórn­völd í Pak­ist­an segja að 26 séu falln­ir og 46 séu særðir eft­ir að Ind­verj­ar hófu árás­ir á Pak­ist­an í gær­kvöld en þeim hef­ur verið svarað að hálfu Pak­ist­ana í nótt og hef­ur verið til­kynnt um að í það minnsta sjö óbreytt­ir borg­ar­ar hafi fallið í árás­um Pak­ist­ana í ind­verska hluta Kasmír-héraðs.

Tals­menn hers Pak­ist­an segja að fimm ind­versk­ar herþotur hafi verið skotn­ar niður en Ind­verj­ar segj­ast hafa gert eld­flauga­árás­ir á níu staði í Kasmír-héraði.

Vyo­mika Singh, yf­ir­maður ind­verska flug­hers­ins, seg­ir að níu hryðju­verka­búðir hafi verið skot­markið og í yf­ir­lýs­ingu frá ind­verska hern­um seg­ir að rétt­læt­inu hafi verið full­nægt.

Ind­verj­ar hófu flug­skeyta­árás­irn­ar í gær­kvöld í kjöl­far bann­vænn­ar hryðju­verka­árás­ar á ferðamenn á yf­ir­ráðasvæði Ind­lands í Kasmír-héraði í síðasta mánuði þar sem 26 manns létu lífið.

Ind­land og Pak­ist­an, sem bæði eiga kjarn­orku­vopn, hafa lengið eldað grátt silf­ur sam­an og hafa háð nokk­ur stríð.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagði við blaðamenn í Washingt­on að hann vonaðist til að átök­un­um lyki sem fyrst og þá hef­ur Marco Ru­bio, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, rætt við yf­ir­menn ör­ygg­is­mála á Indlandi og í Pakstian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert