Stjórnvöld í Pakistan segja að 26 séu fallnir og 46 séu særðir eftir að Indverjar hófu árásir á Pakistan í gærkvöld en þeim hefur verið svarað að hálfu Pakistana í nótt og hefur verið tilkynnt um að í það minnsta sjö óbreyttir borgarar hafi fallið í árásum Pakistana í indverska hluta Kasmír-héraðs.
Talsmenn hers Pakistan segja að fimm indverskar herþotur hafi verið skotnar niður en Indverjar segjast hafa gert eldflaugaárásir á níu staði í Kasmír-héraði.
Vyomika Singh, yfirmaður indverska flughersins, segir að níu hryðjuverkabúðir hafi verið skotmarkið og í yfirlýsingu frá indverska hernum segir að réttlætinu hafi verið fullnægt.
Indverjar hófu flugskeytaárásirnar í gærkvöld í kjölfar bannvænnar hryðjuverkaárásar á ferðamenn á yfirráðasvæði Indlands í Kasmír-héraði í síðasta mánuði þar sem 26 manns létu lífið.
Indland og Pakistan, sem bæði eiga kjarnorkuvopn, hafa lengið eldað grátt silfur saman og hafa háð nokkur stríð.
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn í Washington að hann vonaðist til að átökunum lyki sem fyrst og þá hefur Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, rætt við yfirmenn öryggismála á Indlandi og í Pakstian.