Allar birgðir á þrotum

Palestínskur piltur sést hér kalla er hann bíður eftir að …
Palestínskur piltur sést hér kalla er hann bíður eftir að fá mat sem góðgerðarsamtök gáfu íbúum í flóttamannabúðunum í Nuseirat á Gasa í vikunni. AFP

Viðbragðsaðilar á Gasa segja að öll starf­semi þeirra sé nán­ast stopp rúm­um tveim­ur mánuðum eft­ir að Ísra­el­ar bönnuðu all­an inn­flutn­ing á nauðsynj­um inn á svæðið. Mik­ill skort­ur er á mat og eldsneyti á Gasa.

Ísra­elsk stjórn­völd neita því að al­var­leg mannúðar­krísa sé skap­ast á svæðinu, en Ísra­el­ar hyggj­ast út­víkka hernaðaraðgerðir sín­ar til að þvinga Ham­as til að láta þá gísla lausa sem hafa verið haldið þar síðan hryðju­verka­sam­tök­in réðust á Ísra­el í októ­ber 2023.

„Sjö­tíu og fimm pró­sent öku­tækja okk­ar eru stopp vegna skorts á dísi­lol­íu,“ sagði Mahmud Bassal, talsmaður al­manna­varna á Gasa, við AFP.

Hann bætti við að al­manna­varn­ir og viðbragðsaðilar stæðu einnig frammi fyr­ir al­var­leg­um skorti á raföl­um og súr­efn­is­búnaði.

AFP

Hafa varað við ástand­inu vik­um sam­an

Stofn­an­ir á veg­um Sam­einuðu þjóðanna, auk annarra hjálp­ar­stofn­ana, hafa vik­um sam­an varað við því ástandi sem er að skap­ast á Gasa, þ.e. að eldsneyt­is-, lyfja- og mat­ar­birgðir séu að klár­ast. Þá sé skort­ur á aðgengi að neyslu­vatni. Um 2,4 millj­ón­ir búa á Gasa.

„Það er óá­sætt­an­legt að mannúðaraðstoð sé ekki leyfð inn á Gasa­svæðið,“ sagði Pier­re Kra­hen­buhl, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðaráðs Rauða kross­ins (ICRC), við blaðamenn í Genf í dag.

Hann bætti við að ástandið á Gasa standi á hnífs­brún og að næstu dag­ar myndu segja mikið um fram­haldið fyr­ir íbú­ana.

Barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna, UNICEF, varaði við því að börn á Gasa stæðu frammi fyr­ir auk­inni hættu á hung­urs­neyð, veik­ind­um og dauða eft­ir að eld­hús­um, sem studd eru af Sam­einuðu þjóðunum, var lokað vegna skorts á mat­ar­birgðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert