Drónaárásir trufla sigurhátíð Rússa

Rússar halda sigurhátíð þessa dagana.
Rússar halda sigurhátíð þessa dagana. AFP

Hundruð flug­ferða um alþjóðlega flug­velli í Moskvu hafa taf­ist eða verið felld­ar niður eft­ir drífu dróna­árása frá Úkraínu á síðastliðnum þrem­ur dög­um.

Í dag hófst þriggja daga sig­ur­hátíð í Rússlandi, þar sem enda­lok­um seinni heimstyrj­ald­ar­inn­ar er fagnað. Árás­irn­ar eru gerðar í kjöl­far þess að Vla­dimír Pútín og Kreml­verj­ar boðuðu ein­hliða þriggja daga vopna­hlé í átök­un­um í Úkraínu á meðan hátíðar­höld­in færu fram. Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti hafnaði vopna­hlé­inu og kallaði það leik­rit.

60 þúsund farþegar 

Að minnsta kosti 60.000 farþegar og um 350 flug­ferðir hafa orðið fyr­ir barðinu á árás­un­um sem ekki eru tald­ar hafa annað taktískt gildi en að trufla sig­ur­hátíðina.

Í dag er þriðji dag­ur­inn í röð þar sem rúss­nesk stjórn­völd greina frá því að drón­ar frá Úkraínu hafi verið skotn­ir niður í ná­grenni höfuðborg­ar­inn­ar.

Vučić mæt­ir í óþökk ESB 

For­seti Serbíu, Al­eks­and­ar Vučić, er einn þeirra sem ekki fóru var­hluta af árás­un­um. Beina þurfti Moskvuflugi hans til Bakú í Aser­baís­j­an vegna ógn­ar í rúss­neskri loft­helgi.

Aleksandar Vucic, forseti Serbíu.
Al­eks­and­ar Vucic, for­seti Serbíu. AFP

ESB varaði Vučić við að mæta og sagði að þátt­taka hans í hátíðahöld­un­um í Moskvu gæti grafið und­an aðild­ar­um­sókn Serbíu að sam­band­inu.

Einnig var greint frá því að lönd á borð við Lit­há­en, Lett­land og Eist­land hafi hafnað beiðnum Vučić um flug­heim­ild­ir til hátíðar­hald­anna í Moskvu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert