Kona myrt með öxi

Árásarmaðurinn yfirbugaður af lögreglu.
Árásarmaðurinn yfirbugaður af lögreglu. Ljósmynd/X

Kona var drep­in með öxi við há­skól­ann í Var­sjá í Póllandi í gær­kvöld þegar vopnaður maður réðst á fólk á há­skóla­svæðinu.

Lög­regl­an seg­ir að kon­an hafi verið starfsmaður skól­ans og þá hafi ör­ygg­is­vörður verið flutt­ur á sjúkra­hús með al­var­lega áverka.

22 ára gam­all karl­maður var hand­tek­inn og að sögn pólska fréttamiðils­ins var árás­armaður­inn laga­nemi á þriðja ári við skól­ann.

Í yf­ir­lýs­ingu sagði rektor há­skól­ans að dag­ur­inn í dag væri sorg­ar­dag­ur og lýsti árás­inni sem mikl­um harm­leik.

„Við vott­um fjöl­skyld­unni og ást­vin­um mikla sorg okk­ar og samúð,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert