Skaut fyrrverandi hermann og tengdamóður hans til bana

Mikið viðbragð var fyrir utan bygginguna.
Mikið viðbragð var fyrir utan bygginguna. Ljósmynd/Colourbox

Tveir voru skotn­ir til bana í út­hverfi Kænug­arðs í dag. Að sögn lög­regl­unn­ar varðar málið deilu um sölu á skot­vopni.

Hinn grunaði er karl­maður á sjö­tugs­aldri sem sagður er hafa fest kaup á skot­vopni frá fyrr­ver­andi her­manni sem síðar er sagður hafa kraf­ist hærri upp­hæðar fyr­ir vopnið.

Sá grunaði er sagður hafa hleypt af byss­unni er hann deildi við her­mann­inn fyrr­ver­andi um verðið á vopn­inu. Skaut hann bæði her­mann­inn og tengda­móður hans sem var einnig í hús­inu.

„Lög­regl­an fór í sér­staka aðgerð og hand­tók bys­su­m­ann­inn á inn­an við klukku­tíma,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu lög­regl­unn­ar.

Á mynd­skeiði sem úkraínsk­ir miðlar birtu mátti sjá mikið viðbragð við íbúðar­hús­næðið þar sem verknaður­inn var fram­inn.

Skotárás­ir eru ekki óþekkt­ar í Úkraínu, sem verst nú inn­rás­ar­stríði Rússa, en glæpatíðni er al­mennt ekki há í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka