Dæmdir fyrir að fella sögufrægt tré

Tréð fræga sem hefur m.a. verið kennt við ævintýrið um …
Tréð fræga sem hefur m.a. verið kennt við ævintýrið um Hróa Hött en það var bakgrunnur í frægri kvikmynd frá árinu 1991, þar sem leikarinn Kevin Costner lék kappann fræga. AFP

Tveir menn hafa verið sak­felld­ir fyr­ir að fella heims­frægt tré í Bretlandi „vís­vit­andi og til­gangs­laust“. Málið hef­ur vakið mikla hneyksl­an.

Kviðdóm­ur í Newcastle komst í morg­un að þeirri niður­stöðu að fyrr­ver­andi vin­irn­ir, Daniel Gra­ham sem er 39 ára jarðvinnumaður og Adam Carrut­h­ers sem er 32 ára vél­virki, væru sek­ir um skemmd­ar­verk en þeir felldu heims­frægt tré sem stóð við svo­kallað Sycamore-skarð í Norðymbralandi á Englandi.

Tréð, sem var forn garðahlyn­ur, var í eigu breska nátt­úru­vernd­ar­ráðsins Nati­onal Trust og fannst liggj­andi við Hadrí­anus­ar­múr­inn í sept­em­ber 2023.

108 millj­óna króna skaði

Gra­ham og Carrut­h­ers voru sakaðir um að hafa valdið skemmd­um sem nema 622.191 pundi. Það jafn­gild­ir um 108 millj­ón­um króna.

Sak­sókn­ar­ar í mál­inu sögðu fyr­ir dómi að menn­irn­ir tveir hefðu fellt tréð með keðju­sög „í vís­vit­andi og til­gangs­lausu skemmd­ar­verki,“ sem þeir tóku upp á síma Gra­hams og deildu síðan með öðrum.

Í máls­gögn­um kom fram að þeir hefðu ekið á vett­vang í Range Rover-bif­reið Gra­hams og fellt tréð með vél­sög, sagað í gegn­um bol­inn á „nokkr­um mín­út­um“.

„Eft­ir að hafa lokið þessu heimsku­lega verk­efni sínu, fóru þeir aft­ur inn í Range Rover-bif­reiðina og óku til baka,“ lýsti einn sak­sókn­ar­inn í mál­inu, Rich­ard Wright, fyr­ir dómn­um.

Halda enn að þetta sé fyndið

Fé­lag­arn­ir deildu í kjöl­farið mynd­bandi af verknaðinum sem vakti mikla at­hygli

Í radd­skeyti sem Gra­ham sendi Carrut­h­ers degi eft­ir verknaðinn sagði hann: „Þetta er orðið alþjóðlegt. Þetta verður í ITV-frétt­un­um í kvöld.“

„Þeir halda enn að þetta sé fyndið, eða sniðugt, eða stór­kost­legt,“ sagði sak­sókn­ar­inn Wright um viðbrögð fé­lag­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert