Fimm látnir og tveggja saknað eftir aurskriðu

Björgunaraðilar á vettvangi.
Björgunaraðilar á vettvangi. Ljósmynd/X

Að minnsta kosti fimm manns létu lífið og tveggja er saknað eft­ir aur­skriðu í grennd við næst­stærstu borg Kól­umb­íu, Medell­in.

Andreas Ju­li­an Rendon, rík­is­stjóri í Anti­oquia, seg­ir í færslu á sam­fé­lags­miðlin­um X að björg­un­ar­sveit­ir hafi verið send­ar til sveit­ar­fé­lags­ins Sa­baneta, suður af Medell­in, þar sem mikl­ar rign­ing­ar ollu skriðuföll­um og flóðum.

Anti­oquia verður oft fyr­ir áhrif­um af aur­skriðum á regn­tím­an­um en gríðarleg úr­koma hef­ur verið á svæðinu síðustu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert