Frelsi Evrópu er ógnað á ný

Karl III. Bretakonungur og Kamilla drottning við leiði hins óþekkta …
Karl III. Bretakonungur og Kamilla drottning við leiði hins óþekkta hermanns á minningarathöfn í gær. AFP/Jordan Pettitt

Þess var í gær minnst á Vest­ur­lönd­um að 80 ár eru liðin frá skil­yrðis­lausri upp­gjöf Þriðja rík­is Þýska­lands, 8. maí 1945 klukk­an 23.01. Voru það hers­höfðing­inn Al­fred Jodl og Wil­helm Keitel marskálk­ur sem rituðu und­ir samn­inga um upp­gjöf Þriðja rík­is­ins.

Í Lund­ún­um má segja að sl. vika hafi verið und­ir­lögð af hátíðahöld­um og minn­ing­ar­at­höfn­um í tengsl­um við tíma­mót­in miklu. Heiðursvörður breska hers­ins, banda­lags­her­menn og full­trú­ar Úkraínu­hers gengu fylktu liði við Buck­ing­ham­höll skömmu áður en orr­ustu- og sprengjuflug­vél­ar flugu þar yfir og lituðu him­in­inn með blá­um, rauðum og hvít­um reyk sem táknuðu fána­liti Bret­lands. Þá tók einnig hinn tíu ára gamli Al­ex­and­er Churchill, barna­barna­barna­barn Winst­ons Churchills for­sæt­is­ráðherra á tím­um seinna stríðs, þátt í at­höfn­inni. Kveikti hann á friðarkerti að viðstöddu marg­menni, m.a. kon­ungs­fjöl­skyld­unni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert