Hljóð frá sprengingum heyrast í Kasmír

Indverskir hermenn í Srinagar í indverska hluta Kasmír.
Indverskir hermenn í Srinagar í indverska hluta Kasmír. AFP

Pak­ist­an beindi árás­ar­drón­um að Indlandi annað kvöldið í röð.

Heim­ild­armaður AFP-frétta­veit­unn­ar seg­ir drón­ana hafa m.a. sést við borg­ina Jammu í Kasmír-héraði.

Omar Abdulla, sem fer með völd í þeim hluta Kasmír sem Ind­verj­ar stjórna, seg­ir hljóð frá spreng­ing­um hafa heyrst í Jammu og að raf­magns­laust væri í borg­inni.

Blaðamaður AFP í ind­verska þorp­inu Poonch heyrði einnig í loft­árás.

Spenn­an milli Ind­lands og Pak­ist­ans hef­ur stig­magn­ast í átök­um milli ríkj­anna síðustu daga. Tug­ir hafa fallið í árás­un­um.

Alþjóðasam­fé­lagið hef­ur biðlað til stjórn­valda í Pak­ist­an og Indlandi að láta af árás­un­um og draga úr spenn­unni milli ríkj­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert