Ein kona er látin og önnur er særð eftir tvö alvarleg ofbeldisbrot á Västerås-svæðinu í Svíþjóð í morgun.
Sænska ríkisútvarpið, svt, segir að maður hafi verið handtekinn en snemma í morgun var mikill viðbúnaður á tveimur stöðum á Västerås-svæðinu og var fólki ráðlagt að halda sig innandyra í bæjunum Skultuna og Rönnby.
Bæði þyrlur og drónar tóku þátt í aðgerð lögreglunnar ásamt þungvopnuðum lögreglumönnum og var grunaður árásarmaður handtekinn í Skultuna.
Lögreglan greindi frá því að kona hafi fundist látin í íbúð í Skultuna og þá hafi kona verið flutt særð eftir árás sama manns í Rönnby.