Kona látin eftir alvarlegan glæp: Einn handtekinn

Sænska lögreglan var með mikinn viðbúnað á Västerås-svæðinu í morgun.
Sænska lögreglan var með mikinn viðbúnað á Västerås-svæðinu í morgun. mbl.is/Gunnlaugur

Ein kona er lát­in og önn­ur er særð eft­ir tvö al­var­leg of­beld­is­brot á Vä­sterås-svæðinu í Svíþjóð í morg­un.

Sænska rík­is­út­varpið, svt, seg­ir að maður hafi verið hand­tek­inn en snemma í morg­un var mik­ill viðbúnaður á tveim­ur stöðum á Vä­sterås-svæðinu og var fólki ráðlagt að halda sig inn­an­dyra í bæj­un­um Skult­una og Rönn­by.

Bæði þyrl­ur og drón­ar tóku þátt í aðgerð lög­regl­unn­ar ásamt þung­vopnuðum lög­reglu­mönn­um og var grunaður árás­armaður hand­tek­inn í Skult­una.

Lög­regl­an greindi frá því að kona hafi fund­ist lát­in í íbúð í Skult­una og þá hafi kona verið flutt særð eft­ir árás sama manns í Rönn­by.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert