Evrópusambandið heitir því að leysa út einn milljarð evra af frystum eignum Rússa til að hægt sé að verja fjármununum í úkraínsk hergagnafyrirtæki.
„Við höfum leyst út einn milljarð evra fyrir úkraínska varnariðnaðinn svo Úkraína sé betur í stakk búin til að verja sjálfa sig,“ sagði Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins.
Hún ræddi við blaðamenn í Lvív sem er borg í vesturhluta Úkraínu.
Sagði hún styrkinn til þess fallinn að styðja beint við „úkraínsk varnarfyrirtæki“.