Páfinn settur formlega í embætti eftir viku

Leó XIV, nýkjörinn páfi.
Leó XIV, nýkjörinn páfi. AFP

Inn­setn­ing­ar­at­höfn Leós XIV., ný­kjör­ins páfa, mun fara fram sunnu­dag­inn 18.maí á Pét­urs­torg­inu í Róm. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Vatíkan­inu. 

Bú­ist er við því að ýms­ir þjóðarleiðtog­ar muni gera sér ferð á at­höfn­ina, sem hald­in verður tíu dög­um eft­ir að Leó, sem hét upp­haf­lega Robert Franc­is Prevost, hlaut kjör.

Nýji páfinn mun ræða við blaðamenn á mánu­dag og funda með diplómöt­um í Páfag­arði föstu­dag­inn eft­ir það. 

Leó XIV. mun koma fram í fyrsta skipti fyr­ir al­menn­ing miðviku­dag­inn 21. maí og funda með helstu emb­ætt­is­mönn­um Vatík­ans­ins hinn 24. maí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert