Pútín: „Rússland mun sigra Úkraínu“

Skriðdrekar til sýnis á Sigurhátíð Rússa.
Skriðdrekar til sýnis á Sigurhátíð Rússa. AFP/Kirill Kudryavtsev

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hét því á sig­ur­hátíð Rússa á Rauða torg­inu í dag að Rúss­land myndi sigra Úkraínu. Full­yrti Pútín að Rúss­ar hefðu hafið alls­herj­ar­inn­rás sína árið 2022 til að „af­nas­ista­væða“ landið.

„Við erum stolt af hug­rekki rúss­nesku þjóðar­inn­ar. Ákveðni og þraut­seigja hef­ur alltaf fært okk­ur sig­ur. Rúss­land hef­ur verið og mun áfram vera ósigrandi gegn nas­isma, rússa­fób­íu og gyðinga­h­atri,” sagði Pútín.

Þúsund­ir her­manna örkuðu á Rauða torg­inu í Moskvu í dag og mátti líta urm­ul rúss­neskra her­gagna, þar á meðal árás­ar­dróna og gríðarleg­an fjölda skriðdreka.

Víetnamskir hermenn voru staddir á Sigurhátíðinni.
Víet­namsk­ir her­menn voru stadd­ir á Sig­ur­hátíðinni. AFP/​Kirill Ku­drya­vt­sev

Örygg­is­ráðstaf­an­ir voru mikl­ar fyr­ir sig­ur­hátíðina, þar sem Rúss­ar óttuðust að hátíðin gæti verið skot­mark fyr­ir Úkraínu. Leyniskytt­ur voru staðsett­ar á þaki versl­un­ar­miðstöðvar við Rauða torgið og farsíma­net var truflað. Eng­ar fregn­ir bár­ust hins veg­ar af til­raun­um til árása á Moskvu­borg.

Pútín ávarpar mannskapinn.
Pútín ávarp­ar mann­skap­inn. AFP/​Gavriil Grig­orov

Pútín ávarpaði þúsund­ir her­manna og ýmsa þjóðarleiðtoga sem lögðu leið sína til Moskvu og sagði að Rúss­land hefði lært marg­ar lex­í­ur frá síðari heims­styrj­öld. Reyndi hann að tengja styrj­öld­ina við nú­ver­andi inn­rás Rússa í Úkraínu og sagði Pútín að allt Rúss­land stæði heils­hug­ar á bak við sig.

Stór­n­völd í Úkraínu halda því fram að sig­ur­hátíðin hafi ekk­ert með sig­ur­inn á nas­isma að gera og þeir sem örkuðu um Rauða torgið væru að öll­um lík­ind­um stríðsglæpa­menn.

Á meðan sig­ur­hátíðin fór fram voru ut­an­rík­is­ráðherr­ar Evr­ópu­sam­bands­ins til Lvív í vest­ur­hluta Úkraínu til að sýna stuðning sinn við Úkraínu.

Leiðtog­ar Evr­ópu­ríkja munu koma sam­an í Úkraínu á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert