Stór lögregluaðgerð stendur nú yfir í Västerås í Svíþjóð vegna tveggja alvarlegra glæpa og er almenningur hvattur til að halda sig innandyra.
Á heimasíðu sinni skrifar lögreglan að verið sé að rannsaka tvö alvarleg ofbeldisbrot, eitt í Rönnby og annað í Skultuna. Gerandans er leitað í Skultuna og hefur lögreglan ákveðið að gefa út viðvörun til fólks um að halda sig innandyra og vera vakandi fyrir fólki sem sýnir óvenjulega hegðun.
Lögreglan er með þyrlur við aðgerðina en hún segir að ekki sé talið að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Ein kona hefur verið flutt á sjúkrahús að því er sænskir fjölmiðlar greina frá.
Vitni segjast hafa séð konu ganga um með hníf í Skultuna samkvæmt upplýsingum sænska ríkisútvarpsins, svt.