Stór lögregluaðgerð í Svíþjóð

Sænska lögreglan.
Sænska lögreglan. mbl.is/Gunnlaugur

Stór lög­regluaðgerð stend­ur nú yfir í Vä­sterås í Svíþjóð vegna tveggja al­var­legra glæpa og er al­menn­ing­ur hvatt­ur til að halda sig inn­an­dyra.

Á heimasíðu sinni skrif­ar lög­regl­an að verið sé að rann­saka tvö al­var­leg of­beld­is­brot, eitt í Rönn­by og annað í Skult­una. Ger­and­ans er leitað í Skult­una og hef­ur lög­regl­an ákveðið að gefa út viðvör­un til fólks um að halda sig inn­an­dyra og vera vak­andi fyr­ir fólki sem sýn­ir óvenju­lega hegðun.

Lög­regl­an er með þyrl­ur við aðgerðina en hún seg­ir að ekki sé talið að um hryðju­verka­árás sé að ræða. Ein kona hef­ur verið flutt á sjúkra­hús að því er sænsk­ir fjöl­miðlar greina frá.

Vitni segj­ast hafa séð konu ganga um með hníf í Skult­una sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sænska rík­is­út­varps­ins, svt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert