Vonast til að hitta „frábæra“ van der Leyen

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vonast til að hitta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vonast til að hitta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins og að samningaviðræður við sambandið skili fljótlega árangri. AFP/Jim Watson

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ist von­ast til þess að hitta fram­kvæmda­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins til að ræða tolla­mál milli Banda­ríkj­anna og sam­bands­ins, hina „frá­bæru“ Ursulu von der Leyen. Koma um­mæli hans í kjöl­far þess að Banda­rík­in og Bret­land hefðu kom­ist að sam­komu­lagi um tolla­mál, en þeir samn­ing­ar hafa aukið vænt­ing­ar emb­ætt­is­manna í Evr­ópu um að einnig verði hægt að semja við Banda­ríkja­menn.

Trump til­kynnti um 20% tolla á lönd Evr­ópu­sam­bands­ins í apríl, líkt og hann gerði við öll önn­ur lönd í heim­in­um. Þá til­kynnti hann einnig um viðbót­artolla á ýmis lönd vegna vöru­skipta­halla Banda­ríkj­anna við þau lönd. Hafa þeir viðbót­artoll­ar verið allt að 145% í til­felli Kína.

Trump ákvað að fresta gildis­töku tolla­hækk­an­anna fram í júlí, að und­an­skyld­um 10% grunntoll­um á öll lönd. Sagði hann það meðal ann­ars vegna þess að yfir 75 lönd hefðu beðið um samn­ingaviðræður við Banda­rík­in um toll­ana.

Í gær var svo greint frá því að Bret­land og Banda­rík­in hefðu náð sam­an um lækk­un á toll­um sem lúta að út­flutn­ingi Banda­ríkj­anna til Bret­lands á nauta­kjöti, et­anóli og öðrum land­búnaðar­af­urðum. Einnig verður toll­ur á bíla sem flutt­ir eru inn til Banda­ríkj­anna frá Bretlandi lækkaður úr 25% niður í 10% fyr­ir 100 þúsund bif­reiðar á ári, sem og toll­ar á stál og ál.

Evr­ópu­sam­bandið skipt­ir máli

Í kjöl­far þess­ara samn­inga sagðist Trump spennt­ur að ræða við Evr­ópu­sam­bandið. „Hún er frá­bær. Ég vona að við get­um hist,“ sagði hann um von der Leyen. „Evr­ópu­sam­bandið skipt­ir miklu máli, þeir vilja gríðarlega mikið ná samn­ing­um við okk­ur,“ bætti Trump við.

Hafði Trump áður sagt að samn­ing­ur­inn við Bret­land væri sá fyrsti af mörg­um og að hann vonaðist eft­ir að erfiðar samn­ingaviðræður við Evr­ópu­sam­bandið og Kína gætu skilað ár­angri fljót­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert