Hóta harðari refsiaðgerðum ef Rússar hafna vopnahléi

Selenskí með leiðtogum Þýskalands, Frakklands, Bretlands og Póllands í Kænugarði …
Selenskí með leiðtogum Þýskalands, Frakklands, Bretlands og Póllands í Kænugarði í dag. AFP

Rúss­ar munu sæta miklu harðari refsiaðgerðum ef þeir neita 30 daga vopna­hléi sem Vest­ur­lönd hafa kraf­ist.

Þetta seg­ir Friedrich Merz, kansl­ari Þýska­lands, í viðtali við þýska blaðið Bild í dag en hann er í heim­sókn í Kænug­arði með leiðtog­um Frakk­lands, Bret­lands og Pól­lands þar sem þeir munu ræða við Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta.

„Ef Vla­dimír Pútín samþykk­ir ekki vopna­hléið mun það herða á refsiaðgerðum gagn­vart Rúss­um og gríðar­mik­il aðstoð við Úkraínu mun halda áfram, bæði fjár­hags­lega og hernaðarlega,“ seg­ir Merz við Bild.

„Núna er bolt­inn hjá Pútín. Hann verður að svara þessu til­boði. Við erum sam­mála stjórn Don­alds Trumps. Við krefj­umst 30 daga vopna­hlés svo hægt sé að und­ir­búa friðarviðræður á þessu tíma­bili,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert