Indverjar hefna sín á meintum brotum Pakistana

Utanríkisráðherra Indlands, Vikram Misri, segir brot Pakistana gegn vopnahléinu vera …
Utanríkisráðherra Indlands, Vikram Misri, segir brot Pakistana gegn vopnahléinu vera ítrekuð. AFP

Ut­an­rík­is­ráðherra Ind­lands, Vikram Misri, seg­ir Pak­ist­an hafa ít­rekað brotið gegn vopna­hléi sem samþykkt var fyr­ir aðeins nokkr­um klukku­tím­um. Ind­versk­ar her­sveit­ir séu nú að beita gagnárás­um.

Vopna­hlé var samþykkt á milli land­anna í há­deg­inu í dag en Pak­ist­an­ar voru sakaðir um að rjúfa það skömmu síðar.

Segja Ind­verja vera að fremja brot

Shehbaz Sharif, for­sæt­is­ráðherra Pak­ist­ans, minnt­ist aft­ur á móti ekk­ert á ásak­an­ir Ind­verja í ávarpi sem hann flutti fyrr í kvöld en Sharif hrósaði þar Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta fyr­ir hans aðkomu að vopna­hlésviðræðunum og þakkaði einnig öðrum ríkj­um.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið í Pak­ist­an hef­ur hins veg­ar svarað ásök­um Misri og sagt að landið sé staðráðið í að fram­fylgja vopna­hlé­inu.

Þá sak­ar ráðuneytið Ind­land um að fremja brot gegn vopna­hlé­inu, sem pak­ist­ansk­ir her­menn tak­ist nú á með still­ingu.

Seg­ir í yf­ir­lýs­ingu ráðuneyt­is­ins að öll vanda­mál varðandi fram­kvæmd vopna­hlés­ins ætti að leysa með sam­skipt­um á viðeig­andi stig­um.

Veita „full­nægj­andi og viðeig­andi“ viðbrögð

Fyrr í dag ómuðu spreng­ing­ar í Sr­inag­ar í Kasmír, sem er und­ir stjórn Ind­lands, aðeins nokkr­um tím­um eft­ir að Trump til­kynnti um vopna­hléið.

Þá skrifaði Omar Abdullah, for­sæt­is­ráðherra í Jammu og Kasmír, á sam­fé­lags­miðil­inn X að það væri „ekk­ert vopna­hlé“ og birti með færsl­unni mynd­band þar sem greini­lega heyr­ist í skot­hljóðum.

Um 60 manns hafa fallið í árás­un­um vegna átaka Ind­lands og Pak­ist­ans síðustu daga.

Vopnahlé á milli Indlands og Pakistans var skammlíft en svo …
Vopna­hlé á milli Ind­lands og Pak­ist­ans var skamm­líft en svo virðist sem árás­ir séu hafn­ar að nýju. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert