Þúsundum sagt að halda sig innandyra vegna eitraðs klórskýs

Eldurinn kviknaði í byggingu sem geymdi hreinsiefni í sundlaugar
Eldurinn kviknaði í byggingu sem geymdi hreinsiefni í sundlaugar Ljósmynd/X

Spænsk yf­ir­völd sögðu meira en 160 þúsund manns í grennd við Barcelona að halda sig inn­an­dyra í dag eft­ir að eld­ur í iðnaðar­hús­næði losaði eitrað klór­ský yfir stórt svæði.

Eld­ur­inn kviknaði í bygg­ingu sem geymdi hreinsi­efni í sund­laug­ar í strand­borg­inni Vilanova i la Geltru rétt suður af Barcelona að sögn slökkviliðsins.

Al­manna­varnaþjón­usta á svæðinu hef­ur beint þeim til­mæl­um til fólks að halda sig inn­an­dyra en hættu­svæðið nær yfir fimm sveit­ar­fé­lög frá Vilanova i la Geltru til þorps­ins Cala­fell, ná­lægt Tarragona.

Slökkviliðið grein­ir frá því á sam­fé­lags­miðlin­um X að ekki hafi verið til­kynnt um mann­fall vegna elds­voðans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert