Yfir 100 látnir í flóðum í Kongó

Rústir húsa í Kinshasa í Kongó.
Rústir húsa í Kinshasa í Kongó. AFP

Yfir 100 manns, þar af mörg börn, eru lát­in eft­ir gríðarleg flóð í aust­ur­hluta Lýðveld­is­ins Kongó.

Úrhell­is­rign­ing varð til þess að Kasaba áin flæddi yfir bakka sína og hreif með sér stór tré, stóra steina og leðju og olli mik­illi eyðilegg­ingu á mörg­um hús­um.

Fórn­ar­lömb­in eru aðallega börn og gam­al­menni, seg­ir Bern­ard Akili, svæðis­full­trúi, í sam­tali við AFP-frétt­veit­una. 

Hann seg­ir að 104 séu látn­ir og 28 séu slasaðir en um 150 heim­ili eyðilögðust í flóðunum.

Slík­ar nátt­úru­ham­far­ir eru tíðar í Kongó og sér­stak­lega við strend­ur stóru stöðuvatn­anna í aust­ur­hluta lands­ins og fyr­ir tveim­ur árum lét­ust 400 manns í flóðum á stöðum sem eru við strönd Kivu­vatns í Suður-Kivu héraði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert