Hamas láta bandarískan gísl af hendi

Edan Alexander, gísl í haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna.
Edan Alexander, gísl í haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna. AFP

Ham­as-hryðju­verka­sam­tök­in segj­ast til­bú­in að leysa ísra­elsk-banda­ríska her­mann­inn Edan Al­ex­and­er úr gísl­ingu til að greiða veg­inn fyr­ir vopna­hléi á Gasa­strönd­inni. Næstu klukku­stund­ir gætu verið af­ger­andi í sam­bandi við vopna­hlé á Gasa, að sögn Ham­as, sem hafa fundað með Banda­ríkja­mönn­um um helg­ina.

Khalil al-Hayya, hátt­sett­ur Ham­as-liði, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að Al­ex­and­er verði lát­inn laus en sam­tök­in sögðu fyrr í dag að fram­far­ir hefðu orðið í viðræðum við Banda­rík­in um vopna­hlé á Gasa­svæðinu.

Í apríl birtu Ham­as-sam­tök­in mynd­band af Al­ex­and­er úr gísl­ingu þar sem hann gagn­rýn­di Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, og ísra­elsku rík­is­stjórn­ina fyr­ir að hafa ekki tryggt lausn sína.

Net­anja­hú seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að árás­ir á Gasa muni ekki hætta þrátt fyr­ir lausn Al­ex­and­ers.

Trump lend­ir á þriðju­dag

BBC hef­ur eft­ir hátt­sett­um emb­ætt­is­manni inn­an Ham­as að næstu klukku­stund­ir verði af­ger­andi um hvort sam­komu­lag ná­ist um vopna­hlé á Gasa.

Full­trú­ar Ham­as og Banda­ríkj­anna hafa síðustu daga fundað í Doha, höfuðborg Kat­ar. Árás­ir Ísra­ela halda þó ótrauðar áfram í Palestínu.

AFP hafði fyrr í dag eft­ir hátt­sett­um emb­ætt­is­manni inn­an Ham­as að viðræðurn­ar hafi snert á vopna­hléi, fanga­skipt­um og veit­ingu neyðaraðstoðar á Gasa. Þá bætti emb­ætt­ismaður­inn við að viðræðurn­ar myndu halda áfram. 

Ham­as-sam­tök­in hafa áður sagst aðeins ætla að samþykkja sam­komu­lag sem fæli í sér stríðslok en slíku hef­ur Net­anja­hú ít­rekað hafnað.

Á þriðju­dag mun Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti lenda í Ísra­el en Ísra­els­menn hafa heitið því að auka hernaðaraðgerðir sín­ar gegn Ham­as ef ekk­ert sam­komu­lag næst að lok­inni heim­sókn Banda­ríkja­for­seta.

Neita að mannúðar­krísa sé á svæðinu

Greint hef­ur verið frá að mat­ur og bens­ín sé af skorn­um skammti á Gasa­svæðinu og hafa viðbragðsaðilar sagt að öll starf­semi þeirra sé nán­ast stopp, en tveir mánuðir eru síðan Ísra­el­ar bönnuðu all­an inn­flutn­ing á nauðsynj­um inn á svæðið.

Ísraelsk stjórnvöld neita að alvarleg mannúðarkrísa sé að skapast á …
Ísra­elsk stjórn­völd neita að al­var­leg mannúðar­krísa sé að skap­ast á Gasa­svæðinu og hyggj­ast út­víkka hernaðaraðgerðir sín­ar. AFP

Ísra­elsk stjórn­völd neita þó að al­var­leg mannúðar­krísa sé að skap­ast á svæðinu og hyggj­ast út­víkka hernaðaraðgerðir sín­ar til að þvinga Ham­as til að láta þá gísla lausa sem hef­ur verið haldið þar síðan hryðju­verka­sam­tök­in réðust á Ísra­el í októ­ber 2023.

Gerðu loft­árás á tjaldsvæði flótta­manna

Að minnsta kosti 12 manns lét­ust á Gasa­svæðinu í dag eft­ir loft­árás­ir Ísra­ela, þar á meðal börn á aldr­in­um tveggja til fimm ára. 

Sam­kvæmt tals­manni al­manna­varna á svæðinu, Mahmud Bassal, gerði ísra­elski her­inn m.a. loft­árás á tjaldsvæði í borg­inni Khan Yun­is, þar sem tug­ir flótta­manna höfðu leitað skjóls. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert