Kallar eftir friði í heiminum

Leó XIV. veifar til mannfjöldans á Péturstorginu í dag.
Leó XIV. veifar til mannfjöldans á Péturstorginu í dag. AFP

Leó XIV., ný­kjör­inn páfi, hvatti til var­an­legs friðar í Úkraínu­stríðinu og vopna­hlés á Gasa auk þess sem hann fagnaði friðarsam­komu­lagi Ind­lands og Pak­ist­an frá því í gær í ávarpi sínu á Pét­urs­torg­inu í Róm í dag.

Leó páfi, sem verður form­lega vígður í messu á Pét­urs­torg­inu á sunnu­dag­inn eft­ir viku, hvatti til að binda enda á stríð í heim­in­um.

Leó páfi verður formlega vígður í messu á Péturstorginu á …
Leó páfi verður form­lega vígður í messu á Pét­urs­torg­inu á sunnu­dag­inn. AFP

Eins og for­veri hans, Frans páfi sem lést á öðrum degi páska, bað hann um „sann­gjarn­an, rétt­lát­an og var­an­leg­an frið“ í Úkraínu og sagðist vera „mjög hrygg­ur“ ​​vegna at­b­urða á Gasa-svæðinu og kallaði eft­ir vopna­hléi í stríðinu milli Ísra­els og Ham­as.

„Það verður að veita mannúðaraðstoð til ör­magna óbreyttra borg­ara og frelsa alla gísl­ana,“ sagði Léo en hann fór einnig með Reg­ina Ca­eli bæn­ina, til heiðurs Maríu mey, í ávarpi sínu til mann­fjöld­ans á Pét­urs­torgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert