Selenskí: Jákvætt merki

Volodimír Selenskí og Vladimír Pútín.
Volodimír Selenskí og Vladimír Pútín. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti seg­ir að hann telji stjórn­völd í Rússlandi séu far­in að íhuga að binda enda á stríðið í Úkraínu og hann seg­ist reiðubú­inn að hitta Rússa á fundi í Ist­an­búl í Tyrklandi.

Selenskí seg­ir á sam­fé­lags­miðlum að hann geri ráð fyr­ir að Rúss­ar staðfesti vopna­hlé, fullt, var­an­legt og áreiðan­legt, frá og með morg­un­deg­in­um.

Koll­egi hans, Vla­dimír Pútín, greindi frá því í ræðu sinni í Kreml í morg­un að hann legði til að bein­ar samn­ingaviðræður þjóðanna yrðu haldn­ar á næstu dög­um. Hann minnt­ist hins veg­ar ekk­ert á til­lögu Frakka, Þjóðverja, Breta, Pól­verja og Úkraínu­manna um 30 daga vopna­hlé sem hæf­ist á morg­un.

Heim­ur­inn all­ur bíður eft­ir stríðslok­um

Án þess að svara beint boði Pútíns um viðræðurn­ar í Ist­an­búl sagði Selenskí:

„Það er já­kvætt merki um að Rúss­ar séu loks­ins farn­ir að íhuga að binda enda á stríðið. All­ur heim­ur­inn hef­ur beðið eft­ir þessu í lang­an tíma og fyrsta skrefið til að binda enda á stríð er vopna­hlé,“ seg­ir Selenskí.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert