Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann telji stjórnvöld í Rússlandi séu farin að íhuga að binda enda á stríðið í Úkraínu og hann segist reiðubúinn að hitta Rússa á fundi í Istanbúl í Tyrklandi.
Selenskí segir á samfélagsmiðlum að hann geri ráð fyrir að Rússar staðfesti vopnahlé, fullt, varanlegt og áreiðanlegt, frá og með morgundeginum.
Kollegi hans, Vladimír Pútín, greindi frá því í ræðu sinni í Kreml í morgun að hann legði til að beinar samningaviðræður þjóðanna yrðu haldnar á næstu dögum. Hann minntist hins vegar ekkert á tillögu Frakka, Þjóðverja, Breta, Pólverja og Úkraínumanna um 30 daga vopnahlé sem hæfist á morgun.
Án þess að svara beint boði Pútíns um viðræðurnar í Istanbúl sagði Selenskí:
„Það er jákvætt merki um að Rússar séu loksins farnir að íhuga að binda enda á stríðið. Allur heimurinn hefur beðið eftir þessu í langan tíma og fyrsta skrefið til að binda enda á stríð er vopnahlé,“ segir Selenskí.
It is a positive sign that the Russians have finally begun to consider ending the war. The entire world has been waiting for this for a very long time. And the very first step in truly ending any war is a ceasefire.
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 11, 2025
There is no point in continuing the killing even for a single…