Þungt haldinn og grunaður um að myrða kærustu sína

Sænska lögreglan hefur ekki náð að yfirheyra manninn.
Sænska lögreglan hefur ekki náð að yfirheyra manninn. mbl.is/Gunnlaugur

Maður sem er grunaður um að myrða konu á fer­tugs­aldri í Skult­una í Svíþjóð á föstu­dag og grunaður um til­raun til morðs á fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni í Rönn­by, ligg­ur enn þungt hald­inn á sjúkra­húsi.

Maður­inn var hand­tek­inn eft­ir mikla eft­ir­för lög­reglu í Skult­una norður af Vesturás þar sem íbú­ar voru hvatt­ir til að halda sig inn­an­dyra. Eft­ir hand­tök­una var hann flutt­ur á sjúkra­hús.

Ekki hef­ur reynst unnt að yf­ir­heyra mann­inn en kon­an sem hann er grunaður um að hafa myrt er kær­asta hans að því er fram kem­ur í sænska blaðinu Expressen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert