Maður sem er grunaður um að myrða konu á fertugsaldri í Skultuna í Svíþjóð á föstudag og grunaður um tilraun til morðs á fyrrverandi eiginkonu sinni í Rönnby, liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi.
Maðurinn var handtekinn eftir mikla eftirför lögreglu í Skultuna norður af Vesturás þar sem íbúar voru hvattir til að halda sig innandyra. Eftir handtökuna var hann fluttur á sjúkrahús.
Ekki hefur reynst unnt að yfirheyra manninn en konan sem hann er grunaður um að hafa myrt er kærasta hans að því er fram kemur í sænska blaðinu Expressen.