Trump ætli að þiggja lúxusþotu og eiga hana sjálfur

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP/Saul Loeb

Trump-stjórn­in í Banda­ríkj­un­um hyggst þiggja lúx­usþotu að gjöf frá kon­ungs­fjöl­skyld­unni í Kat­ar, sem á bæði að vera ný for­setaþota en einnig einkaþota Trumps eft­ir að hann læt­ur af embætti.

Frá þessu greina ABC og Times en báðir miðlar hafa þetta eft­ir há­sett­um emb­ætt­is­manni sem hafi þekk­ingu á mál­inu. Gjöf­in gæti verið sú allra dýr­asta sem Banda­ríkja­stjórn hef­ur þegið.

Vél­in er að teg­und­inni Boeing 747-800 flug­vél. Áætlað virði þot­unn­ar, sem hef­ur verið kölluð höll á himni, er talið vera um 400 millj­ón­ir doll­ara (52 ma. kr).

Vél­in myndi leysa af hólmi nú­ver­andi Air Force One-þotu Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta en hann er einnig sagður ætla að eiga vél­ina sjálf­ur eft­ir að hann læt­ur af embætti.

ABC hef­ur eft­ir emb­ætt­is­manni að flug­vél­in verði gef­in for­seta­bóka­safni Trumps þegar hann læt­ur af embætti, sem geri hon­um kleift að halda áfram að nota hana þó hann sé ekki leng­ur for­seti. Ekki hafa feng­ist viðbrögð frá Hvíta hús­inu vegna máls­ins.

Auk þess hef­ur Times eft­ir heim­ild­ar­manni sín­um inn­an Trumps-stjórn­ar­inn­ar að vél­in gæti verið sú stærsta sem banda­rísk stjórn­völd þiggja.

Bú­ist er við að greint verði frá gjöf­inni í næstu viku, þegar Trump heim­sæk­ir Kat­ar í sinnu fyrstu ut­an­lands­ferð á öðru kjör­tíma­bili sínu, sam­kvæmt heim­ild­um ABC.

Pam Bondi dóms­málaráðherra og Dav­id Warringt­on, æðsti lögmaður Trumps í Hvíta hús­inu, eru sögð hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að það væri lög­legt að þiggja gjöf­ina með því skil­yrði að eign­ar­hald henn­ar yrði flutt yfir á for­seta­bóka­safn Trumps fyr­ir lok kjör­tíma­bils hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert