21 er látinn og 24 eru slasaðir eftir rútuslys á fjallasvæði í miðhluta Srí Lanka. Frá þessu greinir Prasanna Gunasena, aðstoðarsamgönguráðherra landsins.
Slysið varð um 140 kílómetra austur af höfuðborginni Colombo. Rútan rann fram af kletti og lenti neðst í gili. Rútan var yfirfull en í henni voru tugir búddista pílagrímar. 70 farþegar voru í rútunni, 20 fleiri en leyfilegt er.
Staðfest er að 21 sé látinn en óttast er að fleiri kunni að látast af sárum sínum. Viðbragðsaðilar hafa unnið að því að bjarga þeim sem komust lífs af og koma þeim á sjúkrahús en meðal hinna slösuðu er rútubílstjórinn.
„Við erum að reyna að komast að því hvort um vélarbilun hafi verið að ræða eða hvort ökumaðurinn hafi sofnað við stýrið,“ segir lögreglumaður í samtali við AFP-fréttaveituna.
Rútuslys eru algeng á Srí Lanka og sérstaklega á fjallvegum þar sem vegum er illa viðhaldið. Að meðaltali verða þrjú þúsund banaslys árlega á Sri Lanka að sögn stjórnvalda.