Tugir fórust í rútuslysi

Flak rútunnar.
Flak rútunnar. AFP

21 er lát­inn og 24 eru slasaðir eft­ir rútu­slys á fjalla­svæði í miðhluta Srí Lanka. Frá þessu grein­ir Pras­anna Guna­sena, aðstoðarsam­gönguráðherra lands­ins.

Slysið varð um 140 kíló­metra aust­ur af höfuðborg­inni Colom­bo. Rút­an rann fram af kletti og lenti neðst í gili. Rút­an var yf­ir­full en í henni voru tug­ir búdd­ista píla­grím­ar. 70 farþegar voru í rút­unni, 20 fleiri en leyfi­legt er. 

Staðfest er að 21 sé lát­inn en ótt­ast er að fleiri kunni að lát­ast af sár­um sín­um. Viðbragðsaðilar hafa unnið að því að bjarga þeim sem komust lífs af og koma þeim á sjúkra­hús en meðal hinna slösuðu er rútu­bíl­stjór­inn.

„Við erum að reyna að kom­ast að því hvort um vél­ar­bil­un hafi verið að ræða eða hvort ökumaður­inn hafi sofnað við stýrið,“ seg­ir lög­reglumaður í sam­tali við AFP-frétta­veit­una.

Rútu­slys eru al­geng á Srí Lanka og sér­stak­lega á fjall­veg­um þar sem veg­um er illa viðhaldið. Að meðaltali verða þrjú þúsund bana­slys ár­lega á Sri Lanka að sögn stjórn­valda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert