Einn hefur verið handtekinn í tengslum við njósnir í Stokkhólmi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku leyniþjónustunni í dag.
„Lögregluaðgerð átti sér stað um daginn nálægt Stokkhólmi, þar sem einn maður var handtekinn,“ sagði Johan Wikström, talsmaður sænsku öryggisþjónustunnar (Sapo).
Wikström bætti því við að handtakan hafi tengst njósnum og að aðgerðin hafi farið rólega fram, hann vildi þó ekki deila neinum ítarlegri upplýsingum um aðilann í haldi.
Á síðustu árum hafa njósnir í Svíþjóð færst í aukana.
Í janúar 2023 var fyrrum starfsmaður sænsku leyniþjónustunnar dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna fyrir Rússland.
Þá var rússnesk-sænskur ríkisborgari, í september sama ár sakaður um að hafa orðið rússneska hernum úti um vestræna tækni.
Dómstóll í Stokkhólmi komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri sekur um að flytja tæknibúnaðinn úr landi en það teldist ekki upplýsingaöflun.
Í febrúar árið 2024 lokaði sænska stofnunin fyrir stuðning við trúfélög, þar á meðal á fjármagn til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Svíþjóð eftir að Sapo varaði við því að hún teldi að kirkjan væri notuð til upplýsingaöflunar.
Í ársskýrslu Sapo, sem birt var í mars kom fram að Rússland, Kína og Íran væru þær þjóðir sem grunaðar væru um stunda mestu leyniþjónustustarfsemina sem beinist að Norðurlandaþjóðunum.