Einn handtekinn vegna njósna í Stokkhólmi

Stokkhólmur höfuðborg Svíþjóðar.
Stokkhólmur höfuðborg Svíþjóðar. AFP

Einn hef­ur verið hand­tek­inn í tengsl­um við njósn­ir í Stokk­hólmi. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá sænsku leyniþjón­ust­unni í dag. 

„Lög­regluaðgerð átti sér stað um dag­inn ná­lægt Stokk­hólmi, þar sem einn maður var hand­tek­inn,“ sagði Joh­an Wikström, talsmaður sænsku ör­ygg­isþjón­ust­unn­ar (Sapo). 

Wikström bætti því við að hand­tak­an hafi tengst njósn­um og að aðgerðin hafi farið ró­lega fram, hann vildi þó ekki deila nein­um ít­ar­legri upp­lýs­ing­um um aðilann í haldi.

Njósn­ir auk­ist á síðustu árum

Á síðustu árum hafa njósn­ir í Svíþjóð færst í auk­ana. 

Í janú­ar 2023 var fyrr­um starfsmaður sænsku leyniþjón­ust­unn­ar dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi fyr­ir að njósna fyr­ir Rúss­land.

Þá var rúss­nesk-sænsk­ur rík­is­borg­ari, í sept­em­ber sama ár sakaður um að hafa orðið rúss­neska hern­um úti um vest­ræna tækni. 

Dóm­stóll í Stokk­hólmi komst að þeirri niður­stöðu að maður­inn væri sek­ur um að flytja tækni­búnaðinn úr landi en það teld­ist ekki upp­lýs­inga­öfl­un.

Í fe­brú­ar árið 2024 lokaði sænska stofn­un­in fyr­ir stuðning við trú­fé­lög, þar á meðal á fjár­magn til rúss­nesku rétt­trúnaðar­kirkj­unn­ar í Svíþjóð eft­ir að Sapo varaði við því að hún teldi að kirkj­an væri notuð til upp­lýs­inga­öfl­un­ar. 

Í árs­skýrslu Sapo, sem birt var í mars kom fram að Rúss­land, Kína og Íran væru þær þjóðir sem grunaðar væru um stunda mestu leyniþjón­ust­u­starf­sem­ina sem bein­ist að Norður­landaþjóðunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert