Fyrsta friðsama nóttin í tæpa viku

Ríkin hafa skipst á árásum í að verða viku.
Ríkin hafa skipst á árásum í að verða viku. AFP/Sajjad Hussain

Ind­verski her­inn seg­ir að síðasta nótt hafi verið fyrsta friðsama nótt­in síðan að auk­in átök hóf­ust á milli Ind­lands og Pak­ist­ans í síðustu viku.

Samið var um óvænt vopna­hlé á milli Ind­lands og Pak­ist­ans á laug­ar­dag eft­ir að rík­in höfðu skipst á eld­flauga­árás­um síðan á þriðju­dag­inn í síðustu viku. Skömmu eft­ir að samið hafði verið um vopna­hlé sökuðu rík­in tvö hvort annað um að hafa rofið það. 

Átök­in hafa verið þau verstu í að verða þrjá ára­tugi og var ótt­ast um að þau myndu leiða til alls­herj­ar­stríðs milli ríkj­anna. 

Heima­menn snúa aft­ur

Þetta var einnig önn­ur nótt­in í röð án skotárása í Poonch, bæ í ind­verska hluta Kasmír, sem hef­ur verið eitt verst út­sett í átök­un­um. Að minnsta kosti 12 manns hafa látið lífið á svæðinu og yfir 60 þúsund manns hafa flúið heim­ili sín. 

Ein­hverj­ir hafa þó snúið aft­ur til síns heima eft­ir að til­kynnt var um vopna­hlé en íbú­ar Poonch sem AFP-frétta­stof­an hef­ur rætt við eru enn tauga­óstyrk­ir vegna stöðunn­ar og ótt­ast að það komi til frek­ari átaka. 

Her­for­ingj­ar funda um fram­vindu mála

Her­for­ingj­ar beggja ríkja munu ræða sam­an í kvöld um fram­vindu vopna­hlés­ins. Upp­haf­lega stóð til að þeir myndu ræða sam­an und­ir morg­un en sam­tal­inu var frestað fram á kvöld. 

Talið er að sím­tal her­for­ingj­anna muni fyrst og fremst snú­ast um út­færslu vopna­hlés­ins til að koma í veg fyr­ir all­an mis­skiln­ing milli ríkj­anna. 

Æðstu her­for­ingj­ar Ind­lands og Pak­ist­ans héldu blaðamanna­fund seint í gær­kvöldi þar sem þeir full­yrtu báðir að þeir hefðu yf­ir­hönd­ina og vöruðu við því að þeir væru til­bún­ir ef til frek­ari árása kæmi. 

„Við höf­um hingað til sýnt mikla still­ingu og aðgerðir okk­ar hafa verið mark­viss­ar, hóf­leg­ar og ekki ætlaðar til að auka spennu. Öllum ógn­um við full­veldi, landa­mæri okk­ar og ör­yggi borg­ar­anna verður mætt af ákveðnum krafti,“ sagði ind­verski her­for­ing­inn Rajiv Ghai. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert