Kartöflumaðurinn dæmdur í fangelsi

Vörubílsstjórinn sem kenndur er við kartöflur hefur verið dæmdur í …
Vörubílsstjórinn sem kenndur er við kartöflur hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir mótmæli í janúar árið 2023. mbl.is/Shutterstock

Maður á sjö­tugs­aldri, sem fengið hef­ur viður­nefnið Kart­öflumaður­inn í dönsk­um fjöl­miðlum, hef­ur verið dæmd­ur í eins árs og níu mánaða fang­elsi fyr­ir að hafa stefnt veg­far­end­um í hættu þegar hann af­fermdi nokk­ur tonn af karftöfl­um á þjóðveg í Jótlandi í júní árið 2023.

René Spang Jør­gensen, hinn svo­nefndi Kart­öflumaður, seg­ist ekki sjá eft­ir neinu. Hann var að mót­mæla fyr­ir­huguðu kíló­metra­gjaldi fyr­ir vöru­bíl­stjóra þegar hann losaði kart­öfl­urn­ar á veg­inn. Hann seg­ir dóm­inn póli­tísk­an og hyggst áfrýja hon­um.

Danska rík­is­út­varpið grein­ir frá.

Dóm­ur­inn póli­tísk­ur og ósann­gjarn

Jør­gensen var m.a. dæmd­ur fyr­ir skemmd­ar­verk og að skapa hættu á veg­in­um. Sjálf­ur seg­ist hann hafa gengið úr skugga um að öku­mönn­um yrði ekki stefnt í hættu við verknaðinn og tel­ur hann dóm­inn því ósann­gjarn­an.

„Eng­inn vildi hlusta svo við urðum að grípa til annarra ráðstaf­ana,“ seg­ir Jør­gensen sem kveðst hand­viss um að dóm­ur­inn hafi verið póli­tísk­ur. Maður hafi verið dæmd­ur í fang­elsi „sem hafi gagn­rýnt kerfið“.

Jør­gensen er talsmaður sam­tak­anna Eng­ir bænd­ur, eng­inn mat­ur, eng­in framtíð, sem leggja áherslu á að skri­fræði, skatt­ar og græna bylt­ing­in séu íþyngj­andi fyr­ir lands­byggðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert